Jaguar sýnir jeppling í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2013 08:45 Hinn laglegasti jepplingur frá Jaguar Í viðleitni sinni við að hækka verulega sölutölur sínar eru starfsmenn Jaguar nú sveittir við smíði jepplings sem meiningin er að sýna fyrst almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fréttir herma að hann muni fá nafnið XQ. Hver tekur ekki þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði nú? Bíllinn verður fjórhjóladrifinn en samt byggður á sama undirvagni og hinn nýi Jaguar XS fólksbíll sem einnig er í smíðum. Flestir hefðu nú búist við því að jepplingurinn fengi undirvagn frá Land Rover, sem er í eigu sama aðila. Jaguar XS fólksbíllinn, sem yrði minnsti bíll Jaguar er væntanlegur á markað árið 2015, en XQ jepplingurinn árið eftir. QX jepplingurinn verður að miklu leiti smíðaður úr áli og á að verða ógnarléttur. Líklega fær hann 240 hestafla 2,0 lítra bensínvél í grunngerð, 2,2 lítra dísilvél og vafalaust verður einnig í boði 3,0 lítra og sex strokka mjög öflug vél með keflablásara. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent
Í viðleitni sinni við að hækka verulega sölutölur sínar eru starfsmenn Jaguar nú sveittir við smíði jepplings sem meiningin er að sýna fyrst almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fréttir herma að hann muni fá nafnið XQ. Hver tekur ekki þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði nú? Bíllinn verður fjórhjóladrifinn en samt byggður á sama undirvagni og hinn nýi Jaguar XS fólksbíll sem einnig er í smíðum. Flestir hefðu nú búist við því að jepplingurinn fengi undirvagn frá Land Rover, sem er í eigu sama aðila. Jaguar XS fólksbíllinn, sem yrði minnsti bíll Jaguar er væntanlegur á markað árið 2015, en XQ jepplingurinn árið eftir. QX jepplingurinn verður að miklu leiti smíðaður úr áli og á að verða ógnarléttur. Líklega fær hann 240 hestafla 2,0 lítra bensínvél í grunngerð, 2,2 lítra dísilvél og vafalaust verður einnig í boði 3,0 lítra og sex strokka mjög öflug vél með keflablásara.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent