Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan.
Valskonur voru búnar að vinna sjö deildarleiki í röð og alla þrjá leiki sína síðan að Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir fóru að leika með liðinu.
Valsliðið fékk fjölda færa til að tryggja sér sigurinn í leiknum í dag en fóru illa með mörg frábær marktækifæri. Edda skoraði í fyrri hálfleik en var dæmd brotlega og því var markið dæmt af.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir fékk fín færi til að skora eins og fleiri leikmenn Valsliðsins en markið leit ekki dagsins ljós. Elín Metta Jensen, markhæsti leikmaður Valsliðsins, sofnar væntanlega seint í nótt, enda átti hún hiklaust að skora nokkur í þessum leik.
Þetta var síðasti leikur liðs Þór/KA fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Breiðabliki sem fer fram um næstu helgi. Mateja Zver gat stolið sigrinum í lokin þegar hún átti skot í slá.
