Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss í Pepsi-deild kvenna, skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 útisigri á Aftureldingu í gær og hefur þar með skorað 11 mörk í 12 deildarleikjum í sumar.
Selfoss bætti stigamet félagsins í efstu deild með þessum sigri og það þótt að enn séu sex leikir eftir af mótinu. Selfoss er með 17 stig í 12 leikjum í 5. sæti deildarinnar en fékk 16 stig í 18 leikjum allt tímabilið í fyrra.
Það efast enginn um þátt Guðmundu Brynju í þessum árangri Selfossliðsins en hún hefur skorað 11 af 17 mörkum liðsins eða 65 prósent marka Selfossliðsins í sumar. Ef mörkin hennar væri tekin í burtu þá hefði Selfossliðið aðeins verið með sjö stig og þá í bullandi fallbaráttu.
Guðmunda Brynja Óladóttir er aðeins 19 ára gömul og er því yngsti fyrirliðinn í Pepsi-deild kvenna. Hún fékk fyrirliðabandið þegar Gunnar Rafn Borgþórsson tók við Selfossliðinu og hefur heldur betur blómstrað síðan.
Búin að skora 65 prósent marka Selfossliðsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti

Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti



Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn