Fótbolti

Siggi Dúlla: Alfreð er alltaf erfiður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Sveinn Þórðarson eða Siggi Dúlla eins og margir þekkja hann er stór hluti af knattspyrnuliðinu Stjörnunni og jafnvel einnig íslenska landsliðinu.

Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, tók þennan flotta dreng í viðtal á dögunum og spurðu hann spjörunum úr.

„Hér hjá Stjörnunni sé ég um sumt viðhald á vellinum og hef síðan yfirumsjón yfir búningamálum hjá meistaraflokknum,“ sagði Siggi Dúlla sem starfar einnig sem búningastjóri íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

„Við vorum að leika okkur í Candy Crush á bekknum og það má víst ekki,“ sagði Siggi um stóra OZ app málið. Stjarnan notaði OZ appið fyrr í sumar til að fylgjast með beinni útsendingu frá leik Stjörnunnar í I-pad og var Sigurður með búnaðinn á varamannabekk liðsins.

„Ef gervigrasið á að vera eitthvað forskot fyrir okkar lið þá ætti það einnig að virka gegn okkur á útivelli þar sem við þurfum alltaf að skipta um undirlag. Ég held að menn ættu bara að hætta að væla.“

„Það eru allir frábærir í íslenska landsliðinu og strákarnir mjög jarðbundnir en ég hef ekki orðið var við neina stjörnustæla, nema kannski frá Alfreð [Finnbogasyni] sem sem er alltaf erfiður sama þótt honum líði vel eða illa.“

„Van Persie og Van der Vaart eru rólegir drengir og gaman að spjalla við þá en það voru mistök að fá ekki númerið hjá van Persie,“ sagði Siggi en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×