Gastrukkur springur 36 sinnum Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2013 12:45 Hvar nást skringilegustu myndir af óvenjulegum atburðum, nema í Rússlandi. Vegfarandi á rússneskum vegi náði þessum myndum af flutningabíl með fullan farm af gashylkjum sem lent hefur í óhappi og springur í loft upp, í 36 sprengingum alls. Própangashylkin springa hvert af öðru, enda leikur um þau mikill eldur og úr verður heilmikið sjónarspil. Umferð á þessari margra akreina vegi stöðvast algerlega meðan á þessu stendur, enda fljúga partar af gashylkjunum langar leiðir í kjölfar hverrar sprengingar. Myndskeiðið er meira en 7 mínútur og sprengingarnar virðast yfirstaðnar eftir ríflega 5 mínútur, en byrja svo aftur í lok þess. Sannarlega mögnuð sjón. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent
Hvar nást skringilegustu myndir af óvenjulegum atburðum, nema í Rússlandi. Vegfarandi á rússneskum vegi náði þessum myndum af flutningabíl með fullan farm af gashylkjum sem lent hefur í óhappi og springur í loft upp, í 36 sprengingum alls. Própangashylkin springa hvert af öðru, enda leikur um þau mikill eldur og úr verður heilmikið sjónarspil. Umferð á þessari margra akreina vegi stöðvast algerlega meðan á þessu stendur, enda fljúga partar af gashylkjunum langar leiðir í kjölfar hverrar sprengingar. Myndskeiðið er meira en 7 mínútur og sprengingarnar virðast yfirstaðnar eftir ríflega 5 mínútur, en byrja svo aftur í lok þess. Sannarlega mögnuð sjón.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent