Næsti Prius mun kosta minna Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 10:15 Toyota Prius Forsvarsmenn Toyota segja að næsta kynslóð Toyota Prius muni ekki bara kosta minna, heldur muni hann verða léttari og eyða minna, en alls ekki á kostnað búnaðar eða rýmis. Eyðslan á að minnka um 10% og þyngdarpunktur bílsins á að lækka talsvert. Næsta kynslóð Prius kemur væntanlega um vorið árið 2015 ef Toyota heldur sig við fyrri líftíma hverrar kynslóðar, sem hefur verið 6 ár. Rafhlöður bílsins verða minni og léttari, þökk sé annarri efnisnotkun og þau verður hægt að hlaða á minni tíma en í núverandi Prius. Hægt verður að hlaða bílinn þráðlaust og því engin þörf á kapli sem stinga þarf í samband. Toyota er einnig að vinna að þróun vetnisbíla sem kynntir verða á bílasýningunni í Tokyo í nóvember. Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent
Forsvarsmenn Toyota segja að næsta kynslóð Toyota Prius muni ekki bara kosta minna, heldur muni hann verða léttari og eyða minna, en alls ekki á kostnað búnaðar eða rýmis. Eyðslan á að minnka um 10% og þyngdarpunktur bílsins á að lækka talsvert. Næsta kynslóð Prius kemur væntanlega um vorið árið 2015 ef Toyota heldur sig við fyrri líftíma hverrar kynslóðar, sem hefur verið 6 ár. Rafhlöður bílsins verða minni og léttari, þökk sé annarri efnisnotkun og þau verður hægt að hlaða á minni tíma en í núverandi Prius. Hægt verður að hlaða bílinn þráðlaust og því engin þörf á kapli sem stinga þarf í samband. Toyota er einnig að vinna að þróun vetnisbíla sem kynntir verða á bílasýningunni í Tokyo í nóvember.
Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent