Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona lið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2013 22:04 Mynd/Daníel Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn