Nýr Golf R er 296 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 08:45 Volkswagen Golf R er öflugasta útgáfa bílsins Volkswagen hefur framleitt R-útgáfu af Golf bílnum í háa herrans tíð, en þetta er alöflugasta gerð bílsins og ávallt mun öflugri en GTI gerð hans. Nýr Golf R verður sýndur almenningi í bílasýningunni í Frankfürt sem hefst eftir hálfan mánuð. Þetta er fjórða kynslóð R-bílsins og nú með 296 hestafla vél sem aðeins hefur 2 lítra sprengirými og er fjögurra strokka. Fyrsta kynslóðin var með 237 hestafla vél, önnur 247 og sú þriðja 261 hestöfl. Því hefur aflaukningin á milli kynslóða aldrei verið meiri en nú, eða 35 hestöfl. Bíllinn er aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið en eyðir samt bara 6,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Hámarkshraði bílsins er takmarkaður við 250 km/klst. Sem fyrr verður bíllinn með Haldex fjórhjóladrifi, en það hafa allar kynslóðir hans verið. Hann má fá með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Golf R stendur 2 sentimetrum neðar en hefðbundinn Golf, en aðeins 0,5 cm neðar en Golf GTI. Kaupendur geta valið á milli fallegra 18 og 19 tommu felga undir bílinn. Lítið er enn uppgefið um innra byrði bílsins, en þó mun líklega bjóðast Nappa leðursæti og sæti klædd Alcantara efni. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent
Volkswagen hefur framleitt R-útgáfu af Golf bílnum í háa herrans tíð, en þetta er alöflugasta gerð bílsins og ávallt mun öflugri en GTI gerð hans. Nýr Golf R verður sýndur almenningi í bílasýningunni í Frankfürt sem hefst eftir hálfan mánuð. Þetta er fjórða kynslóð R-bílsins og nú með 296 hestafla vél sem aðeins hefur 2 lítra sprengirými og er fjögurra strokka. Fyrsta kynslóðin var með 237 hestafla vél, önnur 247 og sú þriðja 261 hestöfl. Því hefur aflaukningin á milli kynslóða aldrei verið meiri en nú, eða 35 hestöfl. Bíllinn er aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið en eyðir samt bara 6,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Hámarkshraði bílsins er takmarkaður við 250 km/klst. Sem fyrr verður bíllinn með Haldex fjórhjóladrifi, en það hafa allar kynslóðir hans verið. Hann má fá með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Golf R stendur 2 sentimetrum neðar en hefðbundinn Golf, en aðeins 0,5 cm neðar en Golf GTI. Kaupendur geta valið á milli fallegra 18 og 19 tommu felga undir bílinn. Lítið er enn uppgefið um innra byrði bílsins, en þó mun líklega bjóðast Nappa leðursæti og sæti klædd Alcantara efni.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent