Bíllyklar dýr og viðkvæmur búnaður Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2013 13:15 Kostar skildinginn að týna bíllyklinum Mikil þróun hefur orðið á bíllyklum undangengin ár hjá öllum bílaframleiðendum enda tækninni sífellt að fleyta fram. ,,Allir nýir bílar í dag frá árinu 2000 eru afhentir með fjarstýringarlyklum. Bæði er þetta til að auka þægindi og öryggi, t.d ef lykill týnist eða er stolið. Þá er hægt að fá nýjan lykil hjá bílaumboði. Lykillinn er forritaður við bílinn og þá dettur týndi eða stolni lykillinn út og ekki er hægt að nota hann lengur og því ekki hægt að stela bifreiðinni,“ segir Sigurður S. Nikulásson, sölustjóri varahluta hjá Bílaumboðinu Öskju. Sigurður segir að þessi búnaður geti verið dýr og viðkvæmur og því sé ekki gott að vera með stórar lyklakippur með allskonar dóti á því það eykur líkur á að missa kippuna í gólfið. ,,Við slíkt fall getur þetta skemmst og einnig geta þungar kippur skemmt sviss bílsins og er það líka dýrt.“ Lyklar með svona útbúnaði geta kostað frá kr. 20.000 til 150.000. kr. eftir bílategundum og er því vert að passa mjög vel upp á lyklana sína. Það er af sem áður var að hægt var að skreppa til skósmiðs og fá nýjan lykil fyrir 500 kall. Sigurður segir ennfremur að Mercedes-Benz geri háar kröfur þegar bíllyklar eru pantaðir og eigendur þurfi að framvísa bæði öku- og skráningarskírteini sem þurfi að skanna inn á sérstakt eyðublað ásamt öllum helstu upplýsingum. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent
Mikil þróun hefur orðið á bíllyklum undangengin ár hjá öllum bílaframleiðendum enda tækninni sífellt að fleyta fram. ,,Allir nýir bílar í dag frá árinu 2000 eru afhentir með fjarstýringarlyklum. Bæði er þetta til að auka þægindi og öryggi, t.d ef lykill týnist eða er stolið. Þá er hægt að fá nýjan lykil hjá bílaumboði. Lykillinn er forritaður við bílinn og þá dettur týndi eða stolni lykillinn út og ekki er hægt að nota hann lengur og því ekki hægt að stela bifreiðinni,“ segir Sigurður S. Nikulásson, sölustjóri varahluta hjá Bílaumboðinu Öskju. Sigurður segir að þessi búnaður geti verið dýr og viðkvæmur og því sé ekki gott að vera með stórar lyklakippur með allskonar dóti á því það eykur líkur á að missa kippuna í gólfið. ,,Við slíkt fall getur þetta skemmst og einnig geta þungar kippur skemmt sviss bílsins og er það líka dýrt.“ Lyklar með svona útbúnaði geta kostað frá kr. 20.000 til 150.000. kr. eftir bílategundum og er því vert að passa mjög vel upp á lyklana sína. Það er af sem áður var að hægt var að skreppa til skósmiðs og fá nýjan lykil fyrir 500 kall. Sigurður segir ennfremur að Mercedes-Benz geri háar kröfur þegar bíllyklar eru pantaðir og eigendur þurfi að framvísa bæði öku- og skráningarskírteini sem þurfi að skanna inn á sérstakt eyðublað ásamt öllum helstu upplýsingum.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent