Örugg leið í skólann? Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2013 11:45 Gangbrautir eru víða illa merktar og vafi leikur á um hvort gangbraut er að ræða eða ekki Flestir grunnskólar landsins hefja vetrarstarfið nú í vikunni og þá flykkjast þúsundir barna út á göturnar á leið í og úr skóla. Leiðir margra þeirra liggja yfir umferðargötur og við þær. Því er það mjög mikilvægt að allir aðrir vegfarendur, ekki síst þeir sem stjórna vélknúnum farartækjum, fari um með sérstakri gát þar sem barna er að vænta. Sérstaklega á það við þar sem börnin þurfa að fara yfir umferðargötur. Af þessu tilefni vill FÍB vekja sérstaka athygli á þessum málum og hefur óskað eftir þátttöku almennings. Það er ámælisvert að mati FÍB hversu illa gönguleiðir yfir umferðargötur eru merktar hér á landi. Slæmar og óljósar merkingar við skóla og í grennd við þá hljóta að teljast sérstaklega varhugaverðar. Skólabörnin eiga heimtingu á því að að bestu og öruggustu göngustaðirnir yfir umferðargötur séu skilgreindir og merktir löglega og skýrt, svo ekkert fari á milli mála hjá börnunum sjálfum, né heldur ökumönnum sem um þessar götur aka. Í grannlöndum okkar tíðkast að merkja gangbrautir rækilega auk þess sem ökumönnum er gefið það skýrt og greinilega til kynna þegar þeir nálgast gangbraut. Það er gert með yfirborðsmerkingum, umferðarmerkjum og skiltum sem minna á það að sýna beri sérstaka varúð. Í stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavík hefur sú stefna verið ríkjandi um langt árabil að merkja ekki gangbrautir á lögbundinn hátt með hvítum og svörtum þverröndum. Hins vegar hafa einskonar gervigangbrautir verið gerðar sem skapa fullkomna óvissu bæði gangandi og akandi um það hvort þar sé gangbraut eða ekki. Þetta telur FÍB afar misráðið. Bæði zebrabrautirnar og gangbrautamerkin eru hluti tiltekins alþjóðlegs táknmáls. Það táknmál segir bæði akandi og gangandi að til staðar sé gangbraut yfir götu. Þar beri báðum – akandi og gangandi – skylda til að sýna fyllstu aðgát. FÍB vill hvetja fólk til að senda ljósmyndir af gangbrautum eða gervigangbrautum sem því finnst ógna öryggi barna og annarra vegfarenda. Sérfræðingar FÍB í vegamálum munu skoða ljósmyndir út frá merkingum og öryggissjónarmiðum. FÍB mun koma athugasemdum á framfæri til ábyrgðaraðila vegamála í hverju bæjarfélagi fyrir sig með ósk um úrbætur. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent
Flestir grunnskólar landsins hefja vetrarstarfið nú í vikunni og þá flykkjast þúsundir barna út á göturnar á leið í og úr skóla. Leiðir margra þeirra liggja yfir umferðargötur og við þær. Því er það mjög mikilvægt að allir aðrir vegfarendur, ekki síst þeir sem stjórna vélknúnum farartækjum, fari um með sérstakri gát þar sem barna er að vænta. Sérstaklega á það við þar sem börnin þurfa að fara yfir umferðargötur. Af þessu tilefni vill FÍB vekja sérstaka athygli á þessum málum og hefur óskað eftir þátttöku almennings. Það er ámælisvert að mati FÍB hversu illa gönguleiðir yfir umferðargötur eru merktar hér á landi. Slæmar og óljósar merkingar við skóla og í grennd við þá hljóta að teljast sérstaklega varhugaverðar. Skólabörnin eiga heimtingu á því að að bestu og öruggustu göngustaðirnir yfir umferðargötur séu skilgreindir og merktir löglega og skýrt, svo ekkert fari á milli mála hjá börnunum sjálfum, né heldur ökumönnum sem um þessar götur aka. Í grannlöndum okkar tíðkast að merkja gangbrautir rækilega auk þess sem ökumönnum er gefið það skýrt og greinilega til kynna þegar þeir nálgast gangbraut. Það er gert með yfirborðsmerkingum, umferðarmerkjum og skiltum sem minna á það að sýna beri sérstaka varúð. Í stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavík hefur sú stefna verið ríkjandi um langt árabil að merkja ekki gangbrautir á lögbundinn hátt með hvítum og svörtum þverröndum. Hins vegar hafa einskonar gervigangbrautir verið gerðar sem skapa fullkomna óvissu bæði gangandi og akandi um það hvort þar sé gangbraut eða ekki. Þetta telur FÍB afar misráðið. Bæði zebrabrautirnar og gangbrautamerkin eru hluti tiltekins alþjóðlegs táknmáls. Það táknmál segir bæði akandi og gangandi að til staðar sé gangbraut yfir götu. Þar beri báðum – akandi og gangandi – skylda til að sýna fyllstu aðgát. FÍB vill hvetja fólk til að senda ljósmyndir af gangbrautum eða gervigangbrautum sem því finnst ógna öryggi barna og annarra vegfarenda. Sérfræðingar FÍB í vegamálum munu skoða ljósmyndir út frá merkingum og öryggissjónarmiðum. FÍB mun koma athugasemdum á framfæri til ábyrgðaraðila vegamála í hverju bæjarfélagi fyrir sig með ósk um úrbætur.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent