SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2013 12:00 Davíð Þorláksson formaður SUS, Sigurður Ingi Jónsson og Eygló Harðardóttir. Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Þau hafi með atkvæði sínu tekið þátt í pólitískum ofsóknum. Samband ungra Sjálfstæðismanna sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem minnt er á ályktun ungra Sjálfstæðismanna frá því í apríl í fyrra þar sem segir að þeir þingmenn sem tóku þátt í að ákæra Geir H. Haarde á sínum tíma hafi tekið þátt í alvarlegri atlögu að mannréttindum og réttarríkinu og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þingmönnum sem það gerðu. Síðan þá hafi Landsdómur sýknað Geir af öllum veigamestu ákæruliðunum. Davíð Þorláksson formaður SUS vill að þessir ráðherrar biðjist afsökunar á þátttöku sinni í ákærunni. „Þessir tveir ráðherrar, Eygló og Sigurður, eru einu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem greiddu atkvæði með ákærunum á hendur Geir Haarde. Og ég held að reynslan hafi sýnt og það er niðurstaða Landsdóms og Mannréttindanefndar Evrópu að þetta hafi verið mjög misráðin hugmynd og þau hafi þarna verið að taka þátt í pólitískum ofsóknum gegn Geir Haarde,“ segir Davíð. Það sé óeðlilegt að Eygló og Sigurður Ingi sitji í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að biðjast afsökunar á þessari framgöngu sinni. „Og lýsi því yfir að það hafi verið mistök að greiða atkvæði með þessum ákærum,“ segir Davíð. En hvað fæst með slíkri yfirlýsingu. Hún breytir ekki þeirra gjörðum? „Nei, það er svosem ekki hægt að breyta þeim. Þetta er búið og gert en það væri þá alla vega vísbending um hvaða fólk þau hafa að geyma, þau telji ekki eðlilegt að hafa tekið þátt í þessu. Það væri þá vísbending um að þau sæju að sér og bæðust afsökunar. Þetta sé fólk sem hægt sé að vinna með og hægt sé að treysta á,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Landsdómur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Þau hafi með atkvæði sínu tekið þátt í pólitískum ofsóknum. Samband ungra Sjálfstæðismanna sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem minnt er á ályktun ungra Sjálfstæðismanna frá því í apríl í fyrra þar sem segir að þeir þingmenn sem tóku þátt í að ákæra Geir H. Haarde á sínum tíma hafi tekið þátt í alvarlegri atlögu að mannréttindum og réttarríkinu og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þingmönnum sem það gerðu. Síðan þá hafi Landsdómur sýknað Geir af öllum veigamestu ákæruliðunum. Davíð Þorláksson formaður SUS vill að þessir ráðherrar biðjist afsökunar á þátttöku sinni í ákærunni. „Þessir tveir ráðherrar, Eygló og Sigurður, eru einu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem greiddu atkvæði með ákærunum á hendur Geir Haarde. Og ég held að reynslan hafi sýnt og það er niðurstaða Landsdóms og Mannréttindanefndar Evrópu að þetta hafi verið mjög misráðin hugmynd og þau hafi þarna verið að taka þátt í pólitískum ofsóknum gegn Geir Haarde,“ segir Davíð. Það sé óeðlilegt að Eygló og Sigurður Ingi sitji í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að biðjast afsökunar á þessari framgöngu sinni. „Og lýsi því yfir að það hafi verið mistök að greiða atkvæði með þessum ákærum,“ segir Davíð. En hvað fæst með slíkri yfirlýsingu. Hún breytir ekki þeirra gjörðum? „Nei, það er svosem ekki hægt að breyta þeim. Þetta er búið og gert en það væri þá alla vega vísbending um hvaða fólk þau hafa að geyma, þau telji ekki eðlilegt að hafa tekið þátt í þessu. Það væri þá vísbending um að þau sæju að sér og bæðust afsökunar. Þetta sé fólk sem hægt sé að vinna með og hægt sé að treysta á,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna.
Landsdómur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira