PlayStation 4 kemur út 29. nóvember í Evrópu Boði Logason skrifar 20. ágúst 2013 19:43 Svona lítur PlayStation 4 út. Mynd/Sony Það eru eflaust nokkrir sem bíða spenntir eftir PlayStation 4 leikjatölvunni. Nú hefur framleiðandi hennar, tæknirisinn Sony, gefið það út að tölvan komi út í nóvember. Á blaðamannafundi sem haldin var á Gamescom ráðstefnunni í Þýskalandi í dag kom fram að leikjatölvan komi út í Bandaríkjunum 15. nóvember og í Evrópu 29. nóvember. Tölvan mun kosta 399 dollara eða um 48 þúsund krónur. Sony gaf það einnig út að 33 leikir verða tilbúnir fyrir árslok, sem eru sérstaklega hannaðir fyrir tölvuna. Má þar nefna leiki á borð við FIFA 14, Battlefield 4, Call of Duty: Ghosts, NBA 2K14 og Madden 25. Þá verða einnig fjölmargir leikir í boði sem hægt verður að hlaða niður. PlayStation 4 tölvan verður 100 dollurum ódýrari en Xbox One, sem kemur einnig út í haust. Leikjavísir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið
Það eru eflaust nokkrir sem bíða spenntir eftir PlayStation 4 leikjatölvunni. Nú hefur framleiðandi hennar, tæknirisinn Sony, gefið það út að tölvan komi út í nóvember. Á blaðamannafundi sem haldin var á Gamescom ráðstefnunni í Þýskalandi í dag kom fram að leikjatölvan komi út í Bandaríkjunum 15. nóvember og í Evrópu 29. nóvember. Tölvan mun kosta 399 dollara eða um 48 þúsund krónur. Sony gaf það einnig út að 33 leikir verða tilbúnir fyrir árslok, sem eru sérstaklega hannaðir fyrir tölvuna. Má þar nefna leiki á borð við FIFA 14, Battlefield 4, Call of Duty: Ghosts, NBA 2K14 og Madden 25. Þá verða einnig fjölmargir leikir í boði sem hægt verður að hlaða niður. PlayStation 4 tölvan verður 100 dollurum ódýrari en Xbox One, sem kemur einnig út í haust.
Leikjavísir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið