Handbolti

Búið að selja helming allra miða á EM í handbolta

Aron Pálmarsson verður væntanlega í eldlínunni með Íslandi á EM.
Aron Pálmarsson verður væntanlega í eldlínunni með Íslandi á EM.
Danska handknattleikssambandið er í skýjunum því þegar er búið að selja helming allra miða sem í boði eru fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í janúar.

Um 170 þúsund miðar eru til sölu og salan er komin yfir 84 þúsund. Flestir miðar hafa verið seldir á leiki í Herning þar sem Danir spila. Sú höll tekur 14 þúsund manns í sæti. Enn eru þó lausir miðjar á fjóra leikdaga af átta.

Væntingar eru um að bekkirnir verði þétt setnir í riðli Íslands sem fer fram í Álaborg. Ísland er meðal annars í riðli með Norðmönnum og er stutt fyrir þá að fara yfir til Danmerkur.

Fyrsti leikur Íslands á mótinu er einmitt gegn Norðmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×