Þýski sportbílaframleiðandinn Gumpert gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2013 11:30 Í ágúst varð þýski sportbílaframleiðandinn Wiesmann gjaldþrota eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Nú fylgir annar þarlendur sportbílaframleiðandi í kjölfarið, þ.e. Gumpert. Þó hvorugt merkið flokkist sem þekkt bílamerki, eru margir bílaáhugamenn kunnugir þeim. Í ljósi þess að nýr fjárfestir lagði til talsvert fé til Gumpert í mars síðastliðnum kemur gjaldþrotið nú á óvart. Öllum starfsmönnum hefur verið sagt upp og framleiðsla hefur stöðvast. Gumpert á sér ekki langa sögu en Roland Gumpert stofnaði það árið 2004. Gumpert framleiddi Apollo bíl sinn og kynnti hann árið eftir. Þar var á ferðinni enginn smábíll, en hann var með 700 hestöfl til taks. Apollo Sport kom fram árið 2008 og á þeim bíl var brautarmet í Top Gear þáttunum bætt með tíma uppá 1:17,1 mínúta og tók metið af Ascari A10 og var þá fljótari en Bugatti Veyron og Pagani Zonda. Það var ekki fyrr en Bugatti Veyron Super Sport kom til skjalanna sem met Gumpert var bætt og það aðeins að tímanum 1:16,8, eða um þrjá tíundu úr sekúndu. Gumpert Apollo kostar 301.600 Evrur í Þýskalandi, eða 48 milljónir króna. Hann ætti nú að verða að söfnunargrip eftir gjaldþrotið.Gumpert Tornante Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent
Í ágúst varð þýski sportbílaframleiðandinn Wiesmann gjaldþrota eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Nú fylgir annar þarlendur sportbílaframleiðandi í kjölfarið, þ.e. Gumpert. Þó hvorugt merkið flokkist sem þekkt bílamerki, eru margir bílaáhugamenn kunnugir þeim. Í ljósi þess að nýr fjárfestir lagði til talsvert fé til Gumpert í mars síðastliðnum kemur gjaldþrotið nú á óvart. Öllum starfsmönnum hefur verið sagt upp og framleiðsla hefur stöðvast. Gumpert á sér ekki langa sögu en Roland Gumpert stofnaði það árið 2004. Gumpert framleiddi Apollo bíl sinn og kynnti hann árið eftir. Þar var á ferðinni enginn smábíll, en hann var með 700 hestöfl til taks. Apollo Sport kom fram árið 2008 og á þeim bíl var brautarmet í Top Gear þáttunum bætt með tíma uppá 1:17,1 mínúta og tók metið af Ascari A10 og var þá fljótari en Bugatti Veyron og Pagani Zonda. Það var ekki fyrr en Bugatti Veyron Super Sport kom til skjalanna sem met Gumpert var bætt og það aðeins að tímanum 1:16,8, eða um þrjá tíundu úr sekúndu. Gumpert Apollo kostar 301.600 Evrur í Þýskalandi, eða 48 milljónir króna. Hann ætti nú að verða að söfnunargrip eftir gjaldþrotið.Gumpert Tornante
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent