Þreföldun í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2013 09:15 Maserati Quattroporte á stærstan skerf í góðri sölu nú. Í fyrra seldust aðeins 6.300 Maserati bílar en nú hefur Maserati borist pantanir uppá 17.000 bíla og aðeins 8 mánuðir liðnir af árinu. Fiat, móðurfélag Maserati gaf fyrr á þessu ári upp þau áform sín upp að Maserati muni selja 50.000 bíla strax árið 2015. Varð það mörgum til skellihláturs, en sá hlátur hefur kannski minnkað núna við þessar ágætu fréttir af sportbílaframleiðandanum. Stærsta ástæða velgengni Maserati er mikil eftispurn eftir nýrri gerð Quattroporte, ekki síst frá Kína. Bandaríkin hafa verið stærsti markaðurinn fyrir Maserati bíla á undanförnum árum en Kína er búið að taka forystuna nú. Margar pantanir hafa einnig borist í nýjasta bíl Maserati, Ghibli. Afgreiðsla á þeim bíl hefur þó ekki hafist enn þó styttast fari í það. Þá eru á leiðinni Levante jepplingur, endurhannaður GranTurismo og sportbíll sem settur verður til höfuðs Porsche 911 bílnum, svo margt er að gerast hjá Maserati sem orðið gæti til þess að markmiðum Fiat verði náð árið 2015. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent
Í fyrra seldust aðeins 6.300 Maserati bílar en nú hefur Maserati borist pantanir uppá 17.000 bíla og aðeins 8 mánuðir liðnir af árinu. Fiat, móðurfélag Maserati gaf fyrr á þessu ári upp þau áform sín upp að Maserati muni selja 50.000 bíla strax árið 2015. Varð það mörgum til skellihláturs, en sá hlátur hefur kannski minnkað núna við þessar ágætu fréttir af sportbílaframleiðandanum. Stærsta ástæða velgengni Maserati er mikil eftispurn eftir nýrri gerð Quattroporte, ekki síst frá Kína. Bandaríkin hafa verið stærsti markaðurinn fyrir Maserati bíla á undanförnum árum en Kína er búið að taka forystuna nú. Margar pantanir hafa einnig borist í nýjasta bíl Maserati, Ghibli. Afgreiðsla á þeim bíl hefur þó ekki hafist enn þó styttast fari í það. Þá eru á leiðinni Levante jepplingur, endurhannaður GranTurismo og sportbíll sem settur verður til höfuðs Porsche 911 bílnum, svo margt er að gerast hjá Maserati sem orðið gæti til þess að markmiðum Fiat verði náð árið 2015.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent