Milljón mílna Porsche Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2013 11:15 Þeir eru fáir bílarnir sem eknir eru milljón mílur, eða 1,6 milljón kílómetra. Þessi Porsche 356C af árgerð 1964 á stutt í það takmark en á mælinum stendur nú 982.000 mílur. Eigandi bílsins, Guy Newmark hefur farið silkihöndum um bílinn þau 45 ár sem hann hefur átt hann, en bíllinn verður fimmtugur á næsta ári. Það var faðir Guy sem keypti bílinn nýjan og hann ók honum fyrstu 130.000 kílómetrana, en þá gaf hann syni sínum bílinn góða og hefur hann ekið honum 1.470.000 kílómetra síðan. Guy hefur farið með hann í smurningu og eftirlit á 5.000 kílómetra fresti. Í sumar gerðist það svo að bílnum var stolið úr bílskúrnum sem hann er ávallt geymdur í. Hann fannst þó nokkrum dögum síðar, tiltölulega lítið skemmdur. Þjófurinn hefur reynt að starta bílnum með því að láta hann renna niður brekku, en er það tókst ekki reyndi hann að spyrða saman flestum þeim vírum sem hann fann undir mælaborðinu til að fá bílinn til að starta, en án árangurs. Ef til vill var hann ekki heimsins mesti bílasérfræðingur því að einn af vírunum var loftnet bílsins. Bíllinn er nú í öruggum höndum eiganda síns og heldur áfram að safna kílómetrum á mælinn. Sjá má myndskeið um bílinn hér að ofan. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent
Þeir eru fáir bílarnir sem eknir eru milljón mílur, eða 1,6 milljón kílómetra. Þessi Porsche 356C af árgerð 1964 á stutt í það takmark en á mælinum stendur nú 982.000 mílur. Eigandi bílsins, Guy Newmark hefur farið silkihöndum um bílinn þau 45 ár sem hann hefur átt hann, en bíllinn verður fimmtugur á næsta ári. Það var faðir Guy sem keypti bílinn nýjan og hann ók honum fyrstu 130.000 kílómetrana, en þá gaf hann syni sínum bílinn góða og hefur hann ekið honum 1.470.000 kílómetra síðan. Guy hefur farið með hann í smurningu og eftirlit á 5.000 kílómetra fresti. Í sumar gerðist það svo að bílnum var stolið úr bílskúrnum sem hann er ávallt geymdur í. Hann fannst þó nokkrum dögum síðar, tiltölulega lítið skemmdur. Þjófurinn hefur reynt að starta bílnum með því að láta hann renna niður brekku, en er það tókst ekki reyndi hann að spyrða saman flestum þeim vírum sem hann fann undir mælaborðinu til að fá bílinn til að starta, en án árangurs. Ef til vill var hann ekki heimsins mesti bílasérfræðingur því að einn af vírunum var loftnet bílsins. Bíllinn er nú í öruggum höndum eiganda síns og heldur áfram að safna kílómetrum á mælinn. Sjá má myndskeið um bílinn hér að ofan.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent