Frábær sigur hjá Björn í Sviss Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. september 2013 17:31 Thomas Björn hefur sigrað á 14. mótum á Evrópumótaröðinni. Myndir/Getty Images Björn með verðlaunagripinn í dag eftir góðan sigur.Mynd/Getty Images Daninn Thomas Björn sigraði á Omega European Masters mótinu sem lauk í dag í Sviss á Evrópumótaröðinni. Björn setti niður fjögurra metra pútt á fyrstu holu í bráðabana til að tryggja sér sigurinn. Hann hafði betur gegn Englendingnum Cragi Lee en báðir voru þeir jafnir á 20 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Þetta er 14. sigurinn hjá Björn á Evrópumótaröðinni og einnig annar sigur hans í þessu móti á síðustu þremur árum. Frakkinn Victor Dubuisson varð í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. „Þetta er góður sigur fyrir mig,“ sagði Björn að móti loknu. „Ég er búinn að leika vel í sumar en ekki náð að blanda mér í baráttuna um sigur. Ég þurfti að berjast til að koma mér í baráttuna. Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel í aðdraganda mótsins en ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ekki breyta um leikáætlun. Ég gerði það og fékk aðeins tvo skolla á 72 holum sem er gott á þessum velli. Það er frábært að hafa skilað þessum sigri í hús og sérstaklega eftir bráðabana. Ég hef átt erfitt með að höndla mikla pressu og það er aldrei meiri pressa en í bráðabana.“ Þetta er í níunda sinn á leiktíðinni sem mót ráðast í bráðabana á Evrópumótaröðinni. Björn, sem er 42 ára gamall, hefur verið besti kylfingurinn frá Skandinavíu um árabil og fer upp í áttunda sæti á tekjulista Evrópumótaraðarinnar með sigrinum.Lokastaðan í mótinu Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Björn með verðlaunagripinn í dag eftir góðan sigur.Mynd/Getty Images Daninn Thomas Björn sigraði á Omega European Masters mótinu sem lauk í dag í Sviss á Evrópumótaröðinni. Björn setti niður fjögurra metra pútt á fyrstu holu í bráðabana til að tryggja sér sigurinn. Hann hafði betur gegn Englendingnum Cragi Lee en báðir voru þeir jafnir á 20 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Þetta er 14. sigurinn hjá Björn á Evrópumótaröðinni og einnig annar sigur hans í þessu móti á síðustu þremur árum. Frakkinn Victor Dubuisson varð í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. „Þetta er góður sigur fyrir mig,“ sagði Björn að móti loknu. „Ég er búinn að leika vel í sumar en ekki náð að blanda mér í baráttuna um sigur. Ég þurfti að berjast til að koma mér í baráttuna. Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel í aðdraganda mótsins en ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ekki breyta um leikáætlun. Ég gerði það og fékk aðeins tvo skolla á 72 holum sem er gott á þessum velli. Það er frábært að hafa skilað þessum sigri í hús og sérstaklega eftir bráðabana. Ég hef átt erfitt með að höndla mikla pressu og það er aldrei meiri pressa en í bráðabana.“ Þetta er í níunda sinn á leiktíðinni sem mót ráðast í bráðabana á Evrópumótaröðinni. Björn, sem er 42 ára gamall, hefur verið besti kylfingurinn frá Skandinavíu um árabil og fer upp í áttunda sæti á tekjulista Evrópumótaraðarinnar með sigrinum.Lokastaðan í mótinu
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira