Körfubolti

Valskonur byrja vel í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Benónísdóttir átti flotta innkomu í kvöld.
Ragnheiður Benónísdóttir átti flotta innkomu í kvöld. Mynd/Ernir
Valur er að byrja vel í kvennakörfunni en liðið fylgdi á eftir sigri á Íslandsmeisturum Keflavíkur með því að vinna sannfærandi 21 stigs sigur á Hamar í Lengjubikar kvenna í körfubolta í dag, 80-59.

Valskonur voru bara þremur stigum yfir í hálfleik, 35-32, en settu í gírinn í seinni hálfleiknum og unnu öruggan sigur.

Líkt og á móti Keflavík voru margir leikmenn Valsliðsins að skila til liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst með 17 stig en Unnur Lára Ásgeirsdóttir var með 15 stig og 9 fráköst og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skroaði 14 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Innkoma Ragnheiðar Benónísdóttur vakti líka mikla athygli en hún var með 12 fráköst, 8 stig og 5 stoðsendingar á 20 mínútum. Guðbjörg Sverrisdóttir lék líka sinn fyrsta leik eftir hásinaraðgerð og var með 9 stig og 7 fráköst á 22 mínútum.

Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 17 stig fyrir Hamar og Íris Ásgeirsdóttir var með 15 stig. Bandaríski bakvörðurinn Di'Amber Johnson var með 14 stig og 5 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×