Jimenez: 13 ára kylfingar eiga að leika með jafnöldrum sínum Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. september 2013 17:53 Miguel Angel Jimenez slær úr glompu. Mynd/AFP Spánverjinn Miguel Angel Jimenez er ekkert sérstaklega hrifinn af því að 13 ára táningur sé að leika með honum á European Masters mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni um helgina. Jimenez er einn af vinsælustu kylfingum mótaraðarinnar og telur að 13 ára kylfingar eigi ekkert erindi á mótaröð þeirra bestu. Kínverjinn Ye Wo-Cheng, 13 ára, er með keppnisrétt í mótinu. „13 ára kylfingar eiga að leika á móti jafnöldrum sínum en ekki á mótaröð þar sem meðalaldurinn er 33 ára,“ segir Jimenez. „Það er ekki spurning að styrktaraðilinn vill fá áhuga fjölmiðla á mótinu en ég tel að það sé ekki rétt að gera það með að veita unglingum keppnisrétt inn í mótið. Þeir ættu ekki að vera að ýta of mikið á unga kylfinga, sérstaklega á þessum aldri. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar á feril þeirra.“ Jimenez er elsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni og var 49 ára þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á mótaröðinni á síðasta ári. Rætt hefur verið um að setja aldurstakmörk á bestu mótaraðir heims. Saga Guan Tianlang frá Kína frá því á Masters í ár verður líklega lengi í minnum höfð en hann komst í gegnum niðurskurðinn í mótinu, 14 ára gamall. Ye-Wo-Cheng, 13 ára kylfingurinn í European Masters mótinu, komst ekki í gegnum niðurskurðinn í mótinu og hafnaði í þriðja neðsta sæti eftir að hafa leikið á 78 og 76 höggum. Jimenez er hins vegar í þriðja sætið þegar mótið er hálfnað. Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn Miguel Angel Jimenez er ekkert sérstaklega hrifinn af því að 13 ára táningur sé að leika með honum á European Masters mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni um helgina. Jimenez er einn af vinsælustu kylfingum mótaraðarinnar og telur að 13 ára kylfingar eigi ekkert erindi á mótaröð þeirra bestu. Kínverjinn Ye Wo-Cheng, 13 ára, er með keppnisrétt í mótinu. „13 ára kylfingar eiga að leika á móti jafnöldrum sínum en ekki á mótaröð þar sem meðalaldurinn er 33 ára,“ segir Jimenez. „Það er ekki spurning að styrktaraðilinn vill fá áhuga fjölmiðla á mótinu en ég tel að það sé ekki rétt að gera það með að veita unglingum keppnisrétt inn í mótið. Þeir ættu ekki að vera að ýta of mikið á unga kylfinga, sérstaklega á þessum aldri. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar á feril þeirra.“ Jimenez er elsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni og var 49 ára þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á mótaröðinni á síðasta ári. Rætt hefur verið um að setja aldurstakmörk á bestu mótaraðir heims. Saga Guan Tianlang frá Kína frá því á Masters í ár verður líklega lengi í minnum höfð en hann komst í gegnum niðurskurðinn í mótinu, 14 ára gamall. Ye-Wo-Cheng, 13 ára kylfingurinn í European Masters mótinu, komst ekki í gegnum niðurskurðinn í mótinu og hafnaði í þriðja neðsta sæti eftir að hafa leikið á 78 og 76 höggum. Jimenez er hins vegar í þriðja sætið þegar mótið er hálfnað.
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira