Hátt í fjögur þúsund gestir sáu bíl Gerlach Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 09:45 Hin sögufrægi bíll Werner Gerlach Alls komu hátt í fjögur þúsund gestir í bílaumboðið Öskju um helgina og sáu Mercedes-Benz 290B bíl Werner Gerlach, sem var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Er þar á ferð sögufrægur og verðmætur bíll sem á sér ríka sögu hér á landi. Var hann notaður sem njósnabíll Þjóðverja hérlendis á þessum víðsjárverðu tímum. Á fjórða tug bíla frá Mercedes-Benz klúbbnum voru einnig sýndir í Öskju og voru þeir á öllum aldri. ,,Mercedes-Benz á mjög stóran hóp aðdáenda hér á landi og það er frábært að það skuli vera starfræktur sérstakur klúbbur með á þriðja hundruð meðlimum, sem tengja sig saman í gegnum þennan elsta bílaframleiðanda heims. Við sýndum einnig breyttan Mercedes Benz E-Class bíl, sem og nýjan CLA. Var nýi dísil Hybrid E-Class bíllinn mest prufaður um helgina," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ánægður með söguáhuga landans og á Mercedes Benz.Benz bílar frá öllum tímum voru sýndir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent
Alls komu hátt í fjögur þúsund gestir í bílaumboðið Öskju um helgina og sáu Mercedes-Benz 290B bíl Werner Gerlach, sem var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Er þar á ferð sögufrægur og verðmætur bíll sem á sér ríka sögu hér á landi. Var hann notaður sem njósnabíll Þjóðverja hérlendis á þessum víðsjárverðu tímum. Á fjórða tug bíla frá Mercedes-Benz klúbbnum voru einnig sýndir í Öskju og voru þeir á öllum aldri. ,,Mercedes-Benz á mjög stóran hóp aðdáenda hér á landi og það er frábært að það skuli vera starfræktur sérstakur klúbbur með á þriðja hundruð meðlimum, sem tengja sig saman í gegnum þennan elsta bílaframleiðanda heims. Við sýndum einnig breyttan Mercedes Benz E-Class bíl, sem og nýjan CLA. Var nýi dísil Hybrid E-Class bíllinn mest prufaður um helgina," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ánægður með söguáhuga landans og á Mercedes Benz.Benz bílar frá öllum tímum voru sýndir
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent