545 milljóna stöðumælasekt í Malmö Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 15:15 Flestum finnast stöðumælasektir hvimleiðar en þeim sænska greinilega ekki. Íbúar í borgum eru vanir að fá stöðumælasektir, en sumir fá fleiri en aðrir. Einn íbúi í Malmö í Svíþjóð hlýtur að eiga met í því að fá stöðumælasektir því hann skuldir sektir sem nema 30 milljónum sænskra króna, eða 545 milljónum íslenskra. Enn furðulegra er hvernig hann hefur safnað þeim. Hann hefur á þeim tíma sem þessi söfnun hans hefur staðið yfir keypt yfir 2.000 nýja bíla og svo skilur hann þá eftir hvar sem honum dettur í hug og kaupir bara þann næsta. Annaðhvort er hann gríðarlega efnaður eða hefur platað mjög marga á sinni vegferð. Að auki er hann ekki með ökupróf og hefur ekki haft það frá árinu 2010. Stöðumælasektir hljóta að vera dýrar í Malmö því ef heildarupphæðinni er deilt í þessi 2.000 brot hans er hver sekt uppá 272.000 krónur. Margir af þessum bílum hans hafa reyndar verið lengi á sínum ólöglega stað áður en armur laganna hefur komið til sögunnar. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent
Íbúar í borgum eru vanir að fá stöðumælasektir, en sumir fá fleiri en aðrir. Einn íbúi í Malmö í Svíþjóð hlýtur að eiga met í því að fá stöðumælasektir því hann skuldir sektir sem nema 30 milljónum sænskra króna, eða 545 milljónum íslenskra. Enn furðulegra er hvernig hann hefur safnað þeim. Hann hefur á þeim tíma sem þessi söfnun hans hefur staðið yfir keypt yfir 2.000 nýja bíla og svo skilur hann þá eftir hvar sem honum dettur í hug og kaupir bara þann næsta. Annaðhvort er hann gríðarlega efnaður eða hefur platað mjög marga á sinni vegferð. Að auki er hann ekki með ökupróf og hefur ekki haft það frá árinu 2010. Stöðumælasektir hljóta að vera dýrar í Malmö því ef heildarupphæðinni er deilt í þessi 2.000 brot hans er hver sekt uppá 272.000 krónur. Margir af þessum bílum hans hafa reyndar verið lengi á sínum ólöglega stað áður en armur laganna hefur komið til sögunnar.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent