Handbolti

Alexander spilaði á ný með Löwen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Rhein-Neckar Löwen gerði 31-31 jafntefli í kvöld við úkraínska liðið HC Motor Zaporozhye í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld en þessi úrslit verðast telja mikil vonbrigði fyrir Guðmund Guðmundsson og lærisveina hans.

Alexander Petersson spilaði á ný með Rhein-Neckar Löwen og var í byrjunarliðinu ásamt Stefáni Rafni Sigurmannssyni. Rúnar Kárason leikur einnig með Ljónunum.

Stefán Rafn skoraði 3 mörk fyrir Löwen en Patrick Groetzki var markahæstur með 7 mörk. Alexander skoraði tvö mörk og Rúnar Kárason var með eitt mark.

Alexander er að koma til baka eftir að hafa farið í aðgerð á öxl í sumar en hann hafði verið að glíma við axlarmeiðslin í talsverðan tíma.

Rhein-Neckar Löwen var með frumkvæðið nær allan leikinn og 15-13 yfir í hálfleik. Úkraínumennirnir náðu að jafna leikinn á lokasprettinum og liðinu sættust á jafntefli eftir æsispennandi lokamínútur.

MKB Veszprém frá Ungverjalandi vann öruggan 28-15 sigur á rússneska liðinu St. Petersburg í hinum leik riðilsins en í þessum riðli eru einnig RK Zagreb frá Króatíu og RK Celje frá Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×