Handbolti

SönderjyskE nálægt fyrsta stiginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stella Sigurðardóttir.
Stella Sigurðardóttir. Mynd/Stefán
Nýliðar SönderjyskE urðu að sætta sig við þriðja tapið í röð í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Ágúst Jóhannsson þjálfari SönderjyskE-liðið og með liðinu spila íslensku landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Ramune Pekarskyte.

SönderjyskE tapaði þá 26-27 á móti Nyköbing Falster í æsispennandi leik þar sem Íslendingaliðið kastaði frá sér sigrinum á lokamínútunum.

SönderjyskE tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á móti FC Midtjylland (21-28) og Team Esbjerg (23-32) og mætti þarna liðið sem var líka stigalaust eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Þetta leit vel út fyrir stelpurnar í SönderjyskE því liðið var 16-13 yfir í hálfleik í Nyköbing og hélt forystunni fram eftir seinni hálfleiknum.

Stella Sigurðardóttir skoraði 4 mörk en þær Karen Knútsdóttir og Ramune Pekarskyte voru báðar með tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×