Stuð, stemmning og allskyns drykkjulæti voru í gær í tjaldinu fyrir framan Háskóla Íslands þar sem Oktoberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands var hafin með pompi og prakt.
Hljómsveitirnar: Einar Lövdal, Vök, Bandið 1860, Snorri Helgason, Tilbury, Mammút, Dikta og Kaleo spiluðu fyrir dansi.
Mikið var um glimmerhúfur og brjóstaskoruboli og stemningin leyndi sér ekki í andlitum hátíðargesta sem endurspeglast í þessum myndum sem hér eru fyrir ofan.

