Stir fry nautakjöt með brokkóli - fyrir fjóra
Hvað er stir fry? „Stir-fry er sígild kínversk eldunaraðferð til að elda mat í á stórri pönnu eða wok-pönnu," segir Betty áður en hún þylur upp uppskriftina.

250 gr nautakjöt, skorið í 3-4 cm bita
175 gr brokkóli, skorið í 2-3 cm bita
2 ½ msk matarolía
2 msk engifer, fin-rifið
4 - 6 stk hvítlauksgeirar

½ msk sojasósa
1 tsk rauðvín
Sósa
1 msk sojasósa
1 msk Oyster sósu
½ tsk salt
1 teskeið maís duft
4 msk vatn
Aðferðin:
Marineraðu nautakjötið með sojasósa og rauðvíni í 15 mínútur. Síðan skal sjóða brokkóli í 1-2 mínútur, Setja til hliðar og hita olíu á á stórri pönnu eða wokpönnu. Stir – fry nautakjötið í 2-3 mínútur og setja til hliðar Svo skal steikja engiferið í olíu á pönnu án þess að brúna. Setja kjötið síðan aftur á pönnu og bæta brokkóli og sósu við og steikja í 1-2 mínútur.
Bambus á Facebook
Hér má skoða myndir frá opnun Bambus.