Handbolti

Enn og aftur naumt tap hjá Kára og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Kristjánsson.
Kári Kristjánsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Kári Kristjánsson og félagar í Bjerringbro-Silkeborg töpuðu í kvöld með minnsta mun á heimavelli á móti Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Team Tvis Holstebro vann leikinn 26-25 eftir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik.

Kári skoraði þrjú mörk fyrir lið Bjerringbro-Silkeborg í leiknum en markahæstur var Theis Baagøe með átta mörk.

Bjerringbro-Silkeborg tapaði þarna sínum fjórða deildarleik í röð þar af hafa þrír af þessum tapleikjunum verið naum töp.

Michael Damgaard skoraði sjö mörk fyrir Team Tvis Holstebro í leiknum.

Bjerringbro SV hefur aðeins 2 stig eftir fimm leiki og er í hópi neðstu liða deildarinnar en Team Tvis Holstebro er með fimm stig.

Guðmundur Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Mors-Thy Håndbold í 23-29 tapi á útivelli á móti KIF Kolding Kaupmannahöfn. Mors-Thy Håndbold hefur bara unnið einn leik eins og Bjerringbro-Silkeborg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×