Hanna Birna segir sveitarfélögin ekki hafa óskað eftir breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2013 14:33 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Ekkert fé fer til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum í skiptum fyrir samkomulag sem sveitarfélögin á svæðinu gerðu við fyrri ríkisstjórn um að þess í stað færi milljarður til almenningssamgangna. Nýjar göngu- og hjólabrýr við Geirsnef í Reykjavík eru byggðar að hluta fyrir það fé. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta dæmi um kolranga forgangsröðun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að á þessu samkomulagi byggi framlag til samgöngumála á þvi svæði, þar sem forgangsröðunin sé frekar á almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur en stór samgöngumannvirki. „Ég get tekið undir það að Reykjavík hefur undanfarin ár setið nokkuð eftir í framlögum til nýframkvæmda, en sveitarfélögin á þessu svæði, þ.m.t. Reykjavík, hafa ekki óskað eftir neinni breytingu á þessu samkomulagi sem samgönguáætlun byggir á,“ segir Hanna Birna. Í fréttinni á Stöð 2 í gær kom fram að endanlegur kostnaður við brýrnar hafi verið 270 milljónir og hafi því hækkað um 22% frá upphaflegri kostnaðaráætlun. Í svari frá Reykjavíkurborg segir hins vegar að samkvæmt kostnaðaráætlun sem kynnt var fyrir borgarráði hinn 29. nóvember 2012 hafi kostnaðaráætlun hljóðað upp á 230 milljónir króna, en kostnaðurinn hafi að lokum orðið 250 milljónir og skiptist kostnaðurinn með eftirfarandi hætti: Framkvæmdakostnaður: 1. Aðstæður á vinnusvæði o.fl.: 10.000.000 2. Brýr: 170.000.000 3. Stígagerð og yfirborðsfrágangur: 22.000.000 4.Raflagnir: 13.000.000 Alls kr. 215.000.000 Hönnunar og eftirlitskostnaður: 1. Hönnunarkostnaður: 28.000.000 2. Eftirlit: 7.000.000 Alls kr. 35.000.000 Verkkaupar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin og skiptist kostnaður jafnt á milli þeirra. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ekkert fé fer til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum í skiptum fyrir samkomulag sem sveitarfélögin á svæðinu gerðu við fyrri ríkisstjórn um að þess í stað færi milljarður til almenningssamgangna. Nýjar göngu- og hjólabrýr við Geirsnef í Reykjavík eru byggðar að hluta fyrir það fé. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta dæmi um kolranga forgangsröðun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að á þessu samkomulagi byggi framlag til samgöngumála á þvi svæði, þar sem forgangsröðunin sé frekar á almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur en stór samgöngumannvirki. „Ég get tekið undir það að Reykjavík hefur undanfarin ár setið nokkuð eftir í framlögum til nýframkvæmda, en sveitarfélögin á þessu svæði, þ.m.t. Reykjavík, hafa ekki óskað eftir neinni breytingu á þessu samkomulagi sem samgönguáætlun byggir á,“ segir Hanna Birna. Í fréttinni á Stöð 2 í gær kom fram að endanlegur kostnaður við brýrnar hafi verið 270 milljónir og hafi því hækkað um 22% frá upphaflegri kostnaðaráætlun. Í svari frá Reykjavíkurborg segir hins vegar að samkvæmt kostnaðaráætlun sem kynnt var fyrir borgarráði hinn 29. nóvember 2012 hafi kostnaðaráætlun hljóðað upp á 230 milljónir króna, en kostnaðurinn hafi að lokum orðið 250 milljónir og skiptist kostnaðurinn með eftirfarandi hætti: Framkvæmdakostnaður: 1. Aðstæður á vinnusvæði o.fl.: 10.000.000 2. Brýr: 170.000.000 3. Stígagerð og yfirborðsfrágangur: 22.000.000 4.Raflagnir: 13.000.000 Alls kr. 215.000.000 Hönnunar og eftirlitskostnaður: 1. Hönnunarkostnaður: 28.000.000 2. Eftirlit: 7.000.000 Alls kr. 35.000.000 Verkkaupar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin og skiptist kostnaður jafnt á milli þeirra.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira