Spergilkál og sinnepskál með ostakremi 7. október 2013 17:00 Í meðfylgjandi myndbandi fer Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, í heimsókn í sveitina og ræðir við sína birgja. Grillið hefur keypt kryddjurtir og annað grænmeti frá lífrænt vottaða býlinu Engi í Laugarási frá því á níunda áratugnum og er einn elsti viðskiptavinur bændanna. Í Silfurtúni við Flúðir eru ræktuð jarðarber í tonnatali en meðal þess sem Grillið fær þaðan eru græn jarðarber. Í myndbandinu heimsækir Sigurður bæði Engi og Silfurtún. Einnig fáum við að skyggnast inn í eldhúsið á Grillinu þar sem gengið er frá maríneruðum makríl og dýrindis eftirrétti með jarðarberjum. Þá gefa kokkarnir á Grillinu hér girnilega uppskrift að skemmtilegum grænmetisrétt sem hentar líka vel sem meðlæti með fiski. Spergilkál og sinnepskál frá Engi með Ísbúa ostakremi Spergilkálsragout 100g brokkolítoppar 100g minni brokkolístilkar 70g vorlaukur 50g sólblómafræ Aðferð:Fræin ristuð á pönnu í smá olíu og krydduð með salti. Topparnir eru teknir ofan af krónunum með hníf, halda þeim í sömu stærð. Stilkarnir eru saxaðir fínt. Vorlaukur saxaður mjög fínt í sneiðar. Blandið vel saman og eldið í potti, mjög hratt í smá olíu. Kryddið með salti og vel af sítrónusafa. Epla vinaigrette 40 g vatn 15 g gott eplaedik 6 g sykur 3 g salt Aðferð:Sjóðið upp á ediki, vatni, salti og sykri til að leysa saltið og sykurinn upp. Kælið. Spergilkálsstilkur 1 stk spergilkálsstilkur Aðferð: Stilkurinn er hreinsaður og skafinn ef þarf. Sjóðið í 10% saltvatni örsnöggt, rétt til að elda ysta lagið. Grillið stilkinn og dressið með eplavinaigrette á eftir.Sinnepskál Pillið í sundur sinnepskálið og skolið í klakavatni. Þerrið vel og dressið með eplavinaigrette og raðið á diskinn. Ísbúakrem 180 g Ísbúi rifinn 20 g vatn 470 g vínberjasteinsolía 110 g gott eplaedik 3 stk. egg Aðferð: Eldið eggin í sjóðandi vatni í 4 mín. og snöggkælið. Setið egg, vatn, rifinn ísbúa og eplaedik í blandara. Vinnið vel saman og bætið vínberjasteinsolíu rólega út í til að gera majoneskrem. Takið úr blandaranum og kryddið til með salti og pipar. Sigurður ræðir við Ingólf á Engi. Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Í meðfylgjandi myndbandi fer Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, í heimsókn í sveitina og ræðir við sína birgja. Grillið hefur keypt kryddjurtir og annað grænmeti frá lífrænt vottaða býlinu Engi í Laugarási frá því á níunda áratugnum og er einn elsti viðskiptavinur bændanna. Í Silfurtúni við Flúðir eru ræktuð jarðarber í tonnatali en meðal þess sem Grillið fær þaðan eru græn jarðarber. Í myndbandinu heimsækir Sigurður bæði Engi og Silfurtún. Einnig fáum við að skyggnast inn í eldhúsið á Grillinu þar sem gengið er frá maríneruðum makríl og dýrindis eftirrétti með jarðarberjum. Þá gefa kokkarnir á Grillinu hér girnilega uppskrift að skemmtilegum grænmetisrétt sem hentar líka vel sem meðlæti með fiski. Spergilkál og sinnepskál frá Engi með Ísbúa ostakremi Spergilkálsragout 100g brokkolítoppar 100g minni brokkolístilkar 70g vorlaukur 50g sólblómafræ Aðferð:Fræin ristuð á pönnu í smá olíu og krydduð með salti. Topparnir eru teknir ofan af krónunum með hníf, halda þeim í sömu stærð. Stilkarnir eru saxaðir fínt. Vorlaukur saxaður mjög fínt í sneiðar. Blandið vel saman og eldið í potti, mjög hratt í smá olíu. Kryddið með salti og vel af sítrónusafa. Epla vinaigrette 40 g vatn 15 g gott eplaedik 6 g sykur 3 g salt Aðferð:Sjóðið upp á ediki, vatni, salti og sykri til að leysa saltið og sykurinn upp. Kælið. Spergilkálsstilkur 1 stk spergilkálsstilkur Aðferð: Stilkurinn er hreinsaður og skafinn ef þarf. Sjóðið í 10% saltvatni örsnöggt, rétt til að elda ysta lagið. Grillið stilkinn og dressið með eplavinaigrette á eftir.Sinnepskál Pillið í sundur sinnepskálið og skolið í klakavatni. Þerrið vel og dressið með eplavinaigrette og raðið á diskinn. Ísbúakrem 180 g Ísbúi rifinn 20 g vatn 470 g vínberjasteinsolía 110 g gott eplaedik 3 stk. egg Aðferð: Eldið eggin í sjóðandi vatni í 4 mín. og snöggkælið. Setið egg, vatn, rifinn ísbúa og eplaedik í blandara. Vinnið vel saman og bætið vínberjasteinsolíu rólega út í til að gera majoneskrem. Takið úr blandaranum og kryddið til með salti og pipar. Sigurður ræðir við Ingólf á Engi.
Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira