Golf

Jafnræði á með liðunum í Forsetabikarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá setningarathöfninni í Bandaríkjunum
Frá setningarathöfninni í Bandaríkjunum nordicphotos / getty
Forsetabikarinn í golfi fer fram þessa daganna á Muirfield vellinum í Bandaríkjunum. Þar eigast við úrvalslið Bandaríkjanna og alþjóðlegt úrvalslið.

Fyrsti keppnisdagur var í gær og hefur bandaríska liðið 3 ½ vinning gegn 2 ½ vinningi alþjóðlega liðsins eftir fyrstu umferð.

Mjög jafnt og hefur alþjóðlega úrvalsliðið komið verulega á óvart hingað til en Bandaríkjamenn hafa alls sjö sinnum unnið Forsetabikarinn.

Liðin mættust fyrir tveimur árum í Ástralíu og þá vann Bandaríkin 19-15.

Fred Couples er fyrirliði bandaríska liðsins en Nick Price er fyrirliði alþjóðlega liðsins.

Tólf kylfingar eru í hvoru liði og keppnisfyrirkomulagið er eins og í Ryderkeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×