Loks samdráttur í bílasölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 08:45 Vel gekk hjá Ford í september vestnahafs. Nýliðinn septembermánuður er fyrsti mánuðurinn í langan tíma sem salan minnkar milli ára í Bandaríkjunum. Nam minnkunin 4%, en rétt er þó að hafa í huga að söludagar voru 23 í september nú en 25 í fyrra. Því var salan meiri nú á hvern söludag. Af stóru framleiðendunum má segja að Ford hafi verið sigurvegari mánaðarins með 6,2% aukningu, en Subaru gekk gríðarvel með 14,7% aukningu. BMW náði 8,3%, Mercedes Benz 7,6% og Audi 6,2% meiri sölu milli ára. Stærsta skellinn af stóra framleiðendunum fékk Chevrolet, með 14,7% minnkun, en General Motors seldi í heild 11% færri bíla. Volkswagen var með 12,2% minnkun og Honda 8,7% minnkun. Ólík var frammistaða bandarísku framleiðendanna Ford og Chevrolet, en Chrysler náði 1,6% aukningu, Cadillac 9,9%, Buick 6,5% og Dodge 2,6% aukningu. Kóresku framleiðendurnir fóru illa útúr þessum mánuði og salan minnkaði um 21,0% hjá Kia og 8,2% hjá Hyundai. Allra mesta minnkunun varð samt hjá Smart, en þeir seldu bara 625 bíla í september og teljast agnarsmár framleiðandi. Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent
Nýliðinn septembermánuður er fyrsti mánuðurinn í langan tíma sem salan minnkar milli ára í Bandaríkjunum. Nam minnkunin 4%, en rétt er þó að hafa í huga að söludagar voru 23 í september nú en 25 í fyrra. Því var salan meiri nú á hvern söludag. Af stóru framleiðendunum má segja að Ford hafi verið sigurvegari mánaðarins með 6,2% aukningu, en Subaru gekk gríðarvel með 14,7% aukningu. BMW náði 8,3%, Mercedes Benz 7,6% og Audi 6,2% meiri sölu milli ára. Stærsta skellinn af stóra framleiðendunum fékk Chevrolet, með 14,7% minnkun, en General Motors seldi í heild 11% færri bíla. Volkswagen var með 12,2% minnkun og Honda 8,7% minnkun. Ólík var frammistaða bandarísku framleiðendanna Ford og Chevrolet, en Chrysler náði 1,6% aukningu, Cadillac 9,9%, Buick 6,5% og Dodge 2,6% aukningu. Kóresku framleiðendurnir fóru illa útúr þessum mánuði og salan minnkaði um 21,0% hjá Kia og 8,2% hjá Hyundai. Allra mesta minnkunun varð samt hjá Smart, en þeir seldu bara 625 bíla í september og teljast agnarsmár framleiðandi.
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent