Ekki fleiri tölvuleikir í nafni Tiger Woods Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. október 2013 13:44 Tölvuteiknaður Tiger í góðri sveiflu. Ekki verða gefnir út fleiri tölvuleikir í PGA Tour-seríunni undir nafni bandaríska kylfingsins Tiger Woods. Leikirnir, sem framleiddir eru af fyrirtækinu EA Sports, hafa verið gefnir út undanfarin fimmtán ár og notið mikilla vinsælda. Um sameiginlega ákvörðun kylfingsins og EA Sports er að ræða en samtals voru gerðir sextán leikir. Allir komu þeir út fyrir PlayStation-leikjatölvurnar en einnig voru gefnir út leikir fyrir PC-tölvur, Xbox, Nintendo DS, Wii og fleiri leikjatölvur. Umboðsmaður Woods segir þetta tímabil sem nú er lokið hafa verið frábært en EA Sports hafi talið að endurskoða ætti samstarfið og Woods hafi verið því sammála. EA Sports mun þó halda áfram að gefa út golfleiki undir merkjum PGA Tour, en það verður án Tiger Woods héðan í frá. Leikjavísir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið
Ekki verða gefnir út fleiri tölvuleikir í PGA Tour-seríunni undir nafni bandaríska kylfingsins Tiger Woods. Leikirnir, sem framleiddir eru af fyrirtækinu EA Sports, hafa verið gefnir út undanfarin fimmtán ár og notið mikilla vinsælda. Um sameiginlega ákvörðun kylfingsins og EA Sports er að ræða en samtals voru gerðir sextán leikir. Allir komu þeir út fyrir PlayStation-leikjatölvurnar en einnig voru gefnir út leikir fyrir PC-tölvur, Xbox, Nintendo DS, Wii og fleiri leikjatölvur. Umboðsmaður Woods segir þetta tímabil sem nú er lokið hafa verið frábært en EA Sports hafi talið að endurskoða ætti samstarfið og Woods hafi verið því sammála. EA Sports mun þó halda áfram að gefa út golfleiki undir merkjum PGA Tour, en það verður án Tiger Woods héðan í frá.
Leikjavísir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið