Reisa fjárhús og rækta skóg fyrir kindur að bíta Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2013 09:10 Guðríður Baldvinsdóttir og Einar Ófeigur Björnsson í Lóni í Kelduhverfi ásamt Ásdísi, elsta barninu. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Á sveitabæ í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu reisir barnafjölskylda nú ný fjárhús. Þar er einnig verið að rækta skóg sem sérstaklega er ætlaður fyrir kindur. Þetta kemur fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, en þar verður rætt við hjónin Einar Ófeig Björnsson og Guðríði Baldvindóttur. Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Þau búa í Lóni ásamt þremur ungum börnum sínum, en þegar við sjáum iðnaðarmenn reisa þar ný 500 fermetra fjárhús er það fyrsta spurningin, í ljósi umræðu um stöðu sauðfjárbænda, hvort þau séu orðin galin: „Jú, það getur alveg verið,” svarar Einar. „Samt er þetta ekki önnur umræða en var fyrir áratugum. Það er búið að tala um það lengi að sauðfjárrækt á Íslandi sé á vonarvöl og við erum nú lifandi enn.” Einar segir flestum ljóst að efla þurfi matvælaframleiðslu í heiminum og vonast til að sauðfjárrækt á Íslandi verði hluti af því. Þau segjast ná fram hagræðingu og vinnusparnaði með nýjum fjárhúsum. Ný tækni með nýjum gjafagrindum leysi af gömlu garðana. „Þetta er geysilega góð vinnuaðstaða hérna og þægindi. Ekki lengur gömlu góðu garðarnir sem þurfti að bera allt heyið í,” segir Guðríður. Hún er skógfræðingur að mennt að það vekur athygli okkar að þau planta trjám fyrir kindurnar að bíta í framtíðinni. Hún er spurð hvort það séu ekki helgispjöll að beita skóginn. Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar hún því hvernig það geti farið saman að vera sauðfjárbóndi og skógfræðingur. Í þættinum segir Guðríður einnig frá sápugerð „beint frá býli”, fjallað verður um mannlífið í Kelduhverfi og Öxarfjarðarskóli heimsóttur. Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Á sveitabæ í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu reisir barnafjölskylda nú ný fjárhús. Þar er einnig verið að rækta skóg sem sérstaklega er ætlaður fyrir kindur. Þetta kemur fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, en þar verður rætt við hjónin Einar Ófeig Björnsson og Guðríði Baldvindóttur. Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Þau búa í Lóni ásamt þremur ungum börnum sínum, en þegar við sjáum iðnaðarmenn reisa þar ný 500 fermetra fjárhús er það fyrsta spurningin, í ljósi umræðu um stöðu sauðfjárbænda, hvort þau séu orðin galin: „Jú, það getur alveg verið,” svarar Einar. „Samt er þetta ekki önnur umræða en var fyrir áratugum. Það er búið að tala um það lengi að sauðfjárrækt á Íslandi sé á vonarvöl og við erum nú lifandi enn.” Einar segir flestum ljóst að efla þurfi matvælaframleiðslu í heiminum og vonast til að sauðfjárrækt á Íslandi verði hluti af því. Þau segjast ná fram hagræðingu og vinnusparnaði með nýjum fjárhúsum. Ný tækni með nýjum gjafagrindum leysi af gömlu garðana. „Þetta er geysilega góð vinnuaðstaða hérna og þægindi. Ekki lengur gömlu góðu garðarnir sem þurfti að bera allt heyið í,” segir Guðríður. Hún er skógfræðingur að mennt að það vekur athygli okkar að þau planta trjám fyrir kindurnar að bíta í framtíðinni. Hún er spurð hvort það séu ekki helgispjöll að beita skóginn. Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar hún því hvernig það geti farið saman að vera sauðfjárbóndi og skógfræðingur. Í þættinum segir Guðríður einnig frá sápugerð „beint frá býli”, fjallað verður um mannlífið í Kelduhverfi og Öxarfjarðarskóli heimsóttur.
Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira