Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi Jón Júlíus Karlsson skrifar 23. október 2013 01:11 Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hóf í gær keppni á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir bandarísku Web.com mótaröðina. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari og er í harðri baráttu um að komast áfram á næsta stig úrtökumótanna. Birgir Leifur fékk þrjá fugla og einn skramba á hringnum og er um miðjan hóp keppenda í 33. sæti. Hann á fína möguleika á að komast áfram því 30 efstu kylfingarnir, og jafnir, komast áfram á annað stig úrtökumótsins. Web.com mótaröðin er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna. Ekki er lengur hægt að vinna sér beinan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í gegnum úrtökumót og því þurfa kylfingar nú að vinna sér inn keppnisrétt á Web.com mótaröðinni áður en þeir fá keppnisrétt á sterkustu mótaröð í heimi. Alls fara fram 12 úrtökumót á fyrsta stigi víðvegar í Bandaríkjunum og leikur Birgir Leifur í úrtökumóti á Callaway Gardens-Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Sex mót fara fram á öðru stigi úrtökumótsins og bestu kylfingarnir komast svo í lokaúrtökumótið sem fram fer um miðjan desember.Keppir einnig í Evrópu Birgir er einnig kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og mun leika í móti á Spáni í byrjun nóvember. Rétt eins og á Web.com mótaröðinni þarf þar að komast í gegnum þrjú stig til að vinna sér inn keppnisrétt. Birgir Leifur, sem varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í sumar, er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2007. Tengdar fréttir Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hóf í gær keppni á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir bandarísku Web.com mótaröðina. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari og er í harðri baráttu um að komast áfram á næsta stig úrtökumótanna. Birgir Leifur fékk þrjá fugla og einn skramba á hringnum og er um miðjan hóp keppenda í 33. sæti. Hann á fína möguleika á að komast áfram því 30 efstu kylfingarnir, og jafnir, komast áfram á annað stig úrtökumótsins. Web.com mótaröðin er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna. Ekki er lengur hægt að vinna sér beinan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í gegnum úrtökumót og því þurfa kylfingar nú að vinna sér inn keppnisrétt á Web.com mótaröðinni áður en þeir fá keppnisrétt á sterkustu mótaröð í heimi. Alls fara fram 12 úrtökumót á fyrsta stigi víðvegar í Bandaríkjunum og leikur Birgir Leifur í úrtökumóti á Callaway Gardens-Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Sex mót fara fram á öðru stigi úrtökumótsins og bestu kylfingarnir komast svo í lokaúrtökumótið sem fram fer um miðjan desember.Keppir einnig í Evrópu Birgir er einnig kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og mun leika í móti á Spáni í byrjun nóvember. Rétt eins og á Web.com mótaröðinni þarf þar að komast í gegnum þrjú stig til að vinna sér inn keppnisrétt. Birgir Leifur, sem varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í sumar, er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2007.
Tengdar fréttir Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51