Handbolti

Stórleikur Atla Ævars dugði ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson.
Atli Ævar Ingólfsson. Mynd/Anton
Kári Kristjánsson og félagar í Bjerringbro-Silkeborg höfðu betur í Íslendingaslag á móti Nordsjælland Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og á sama tíma unnu Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold sigur á Mors-Thy Håndbold

Atli Ævar Ingólfsson skoraði átta mörk og Anton Rúnarsson var með 3 mörk þegar Nordsjælland Håndbold tapaði 28-32 á heimavelli á móti Bjerringbro-Silkeborg. Kári Kristján Kristjánsson komst ekki á blað hjá Bjerringbro.

Sborri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir GOG Håndbold í 27-25 sigri á Mors-Thy Håndbold.

GOG Håndbold er í 4. sæti deildarinnar en Bjerringbro-Silkeborg er í 8. og síðasta sætinu sem gefur þáttökurétt í úrslitakeppninni í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×