Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. nóvember 2013 17:13 myndir/ASTRSK PR Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla var viðstaddur útgáfuhófið ásamt hópi íslenskra og erlendra starfsmanna. Fullt var út úr dyrum í veislunni en þangað voru meðal annars mættir blaðamenn frá viðskiptamiðlunum Business Insider og Forbes auk fjárfesta og helstu áhrifavalda í tæknibransanum í New York. Þorsteinn hélt stutta tölu þar sem hann kynnti QuizUp og bauð veislugestum að spila leikinn en stöðunni var varpað upp á skjá og gestirnir gátu unnið til verðlauna með því að sigra aðra gesti í leiknum.Svona lítur leikurinn út.Neal Ostrov, markaðsstjóri Plain Vanilla, segir leiksins beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann segir að hægt verði að spila leikinn á snjallsíma og spjaldtölvu. „QuizUp er einn fyrsti snjallsíma- og spjaldtölvuleikurinn sem er með sinn eigin samfélagsvef á bakvið leikinn,“ segir Ostrov. Hann segir að markmiðið sé að fólk kynnist og vináttubönd styrkist í gegnum sameiginleg áhugamál sem fólk keppist við að svara spurningum um. Jafnvel gæti fólk kynnst hinum eina rétta eða hinni einu réttu eftir að hafa att kappi í leiknum. Ostrov segist vonast til þess að leikurinn falli í kramið hjá Íslendingum sem hafa, sem kunnugt er, mikinn áhuga á spurningaleikjum en meðal vinsælustu sjónvarpsþátta hér á landi eru spurningakeppnir af ýmsu tagi. Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla var viðstaddur útgáfuhófið ásamt hópi íslenskra og erlendra starfsmanna. Fullt var út úr dyrum í veislunni en þangað voru meðal annars mættir blaðamenn frá viðskiptamiðlunum Business Insider og Forbes auk fjárfesta og helstu áhrifavalda í tæknibransanum í New York. Þorsteinn hélt stutta tölu þar sem hann kynnti QuizUp og bauð veislugestum að spila leikinn en stöðunni var varpað upp á skjá og gestirnir gátu unnið til verðlauna með því að sigra aðra gesti í leiknum.Svona lítur leikurinn út.Neal Ostrov, markaðsstjóri Plain Vanilla, segir leiksins beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann segir að hægt verði að spila leikinn á snjallsíma og spjaldtölvu. „QuizUp er einn fyrsti snjallsíma- og spjaldtölvuleikurinn sem er með sinn eigin samfélagsvef á bakvið leikinn,“ segir Ostrov. Hann segir að markmiðið sé að fólk kynnist og vináttubönd styrkist í gegnum sameiginleg áhugamál sem fólk keppist við að svara spurningum um. Jafnvel gæti fólk kynnst hinum eina rétta eða hinni einu réttu eftir að hafa att kappi í leiknum. Ostrov segist vonast til þess að leikurinn falli í kramið hjá Íslendingum sem hafa, sem kunnugt er, mikinn áhuga á spurningaleikjum en meðal vinsælustu sjónvarpsþátta hér á landi eru spurningakeppnir af ýmsu tagi.
Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira