Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2013 19:09 Brúin yfir Heinabergsvötn. Áin rann undir brúna í nokkra mánuði sumarið 1948 en hefur ekki sést síðan. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. Fljótin áttu það sameiginlegt að koma undan skriðjöklum Vatnajökuls sem hopuðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jöklar og brýr koma einnig við sögu í þættinum „Um land allt“ á mánudagskvöld kl. 20.05, sem er úr Suðursveit. Frægasta brúin sem þessi örlög hefur hlotið er jafnframt lengsta brú Íslands, Skeiðarárbrú, en fyrir fjórum árum hvarf Skeiðará og sameinaðist Gígjukvísl við það að Skeiðarárjökull hopaði. Frá árinu 2009 hefur þetta mikla mannvirki staðið að mestu á þurrum sandi, þar sem áður beljaði stórfljót, og nú rennur bara Morsá þarna undir og dygði mun styttri brú.Skeiðará hvarf árið 2009. Eftir stendur lengsta brú Íslands, 880 metra löng. Mun styttri brú dygði Morsá.En það er ekki einsdæmi að vatnsfall hverfi. Árið 1990 hvarf áin Stemma á Breiðamerkursandi þegar Stemmulón sameinaðist Jökulsárlóni eftir að Breiðamerkurjökull hopaði. Eftir stóð óþörf brú, sem nú er búið að fjarlægja. Elsta dæmi af þessu tagi er sennilega brúin yfir Heinabergsvötn skammt frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, en hún gagnaðist bara í nokkra mánuði. Brúin var opnuð vorið 1948 en um haustið sama ár hvarf fljótið. Heinabergsvötn sameinuðust ánni Kolgrímu, þegar lón myndaðist við sporð Heinabergsjökuls, en Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum, lýsti breytingunum í viðtali á Stöð 2.Bjarni Bjarnason hjá Jöklajeppum í Suðursveit sér merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.En kannski verður aftur þörf fyrir brýrnar, miðað við nýjustu fréttir af Vatnajökli. Bjarni Bjarnason, sem stendur fyrir vélsleðaferðum á jökulinn, segist sjá merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur. Við skálann Jöklasel í 830 metra hæð í Suðursveit séu nú þykkari fannir en á sama tíma í fyrra og muni verulegu. Þar sem var 20 sentímetra snjólag í apríl í fyrra var í vor fimm metra þykkur snjór. Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. Fljótin áttu það sameiginlegt að koma undan skriðjöklum Vatnajökuls sem hopuðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jöklar og brýr koma einnig við sögu í þættinum „Um land allt“ á mánudagskvöld kl. 20.05, sem er úr Suðursveit. Frægasta brúin sem þessi örlög hefur hlotið er jafnframt lengsta brú Íslands, Skeiðarárbrú, en fyrir fjórum árum hvarf Skeiðará og sameinaðist Gígjukvísl við það að Skeiðarárjökull hopaði. Frá árinu 2009 hefur þetta mikla mannvirki staðið að mestu á þurrum sandi, þar sem áður beljaði stórfljót, og nú rennur bara Morsá þarna undir og dygði mun styttri brú.Skeiðará hvarf árið 2009. Eftir stendur lengsta brú Íslands, 880 metra löng. Mun styttri brú dygði Morsá.En það er ekki einsdæmi að vatnsfall hverfi. Árið 1990 hvarf áin Stemma á Breiðamerkursandi þegar Stemmulón sameinaðist Jökulsárlóni eftir að Breiðamerkurjökull hopaði. Eftir stóð óþörf brú, sem nú er búið að fjarlægja. Elsta dæmi af þessu tagi er sennilega brúin yfir Heinabergsvötn skammt frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, en hún gagnaðist bara í nokkra mánuði. Brúin var opnuð vorið 1948 en um haustið sama ár hvarf fljótið. Heinabergsvötn sameinuðust ánni Kolgrímu, þegar lón myndaðist við sporð Heinabergsjökuls, en Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum, lýsti breytingunum í viðtali á Stöð 2.Bjarni Bjarnason hjá Jöklajeppum í Suðursveit sér merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.En kannski verður aftur þörf fyrir brýrnar, miðað við nýjustu fréttir af Vatnajökli. Bjarni Bjarnason, sem stendur fyrir vélsleðaferðum á jökulinn, segist sjá merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur. Við skálann Jöklasel í 830 metra hæð í Suðursveit séu nú þykkari fannir en á sama tíma í fyrra og muni verulegu. Þar sem var 20 sentímetra snjólag í apríl í fyrra var í vor fimm metra þykkur snjór.
Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50