Konan sögð beitt þrýstingi að segja hælisleitandann vera föðurinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 07:00 Samkvæmt úrskurði Útlendingastofnunar er skilyrði fjölskyldusameiningar ekki uppfyllt enda sé maðurinn ekki í sambandi við meinta barnsmóður og ekki sé sannað að barnið sé hans. FBL/Stefán Karlsson Hælisleitandinn sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa mótmæli verið skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í dag undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi. Í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins kemur aftur á móti fram að maðurinn eigi ekki í sambandi við meinta barnsmóður sína, heldur eigi hann í sambandi við íslenska konu. Einnig að faðernisviðurkenning muni fara fram í kjölfar fæðingar barnsins. Í rökstuðningnum segir ennfremur að maðurinn teljist ekki í lögmætri dvöl á Íslandi. Þegar hann sótti um hæli kom margsinnis fram að unnusta hans byggi í Kanada, hann hefði verið á leið þangað og sagði hann sjálfur að hann hefði engin sérstök tengsl við Ísland. Að mati ráðuneytisins hefur sú staðreynd ekki breyst. Lögmaður mannsins bað um frestun á að senda manninn úr landi til að bera málið undir dómsstóla. Frestunin er byggð á grundvelli ófædda barnsins en einnig að maðurinn sé í sambandi við íslenska konu, sé heilsuveill og hafi stöðu grunaðs manns vegna tveggja mála á Suðurnesjunum og vilji hann hreinsa nafn sitt. Þar að auki að maðurinn hafi í hyggju að höfða mál til ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á endurupptöku málsins segir að skilyrði fjölskyldusameiningar sé ekki uppfyllt þrátt fyrir samband mannsins við íslenskan ríkisborgara og möguleika á að hann sé faðir barnsins. Þá njóti hælisleitendur í Sviss viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi kærandi upplýst að hann hafi ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglu vegna málanna á Suðurnesjum og því sé engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra. Ráðuneytið tekur einnig fram að það telji ekki ástæðu til að líta svo á að flutningur mannsins til Sviss leiði til þess að hann fái ekki úrlausn um ógildingarkröfu sína fyrir dómstólum. Hægt sé að fjalla um málið án þess að kærandi sé staddur á landinu. Hælisleitendur Lekamálið Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sjá meira
Hælisleitandinn sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa mótmæli verið skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í dag undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi. Í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins kemur aftur á móti fram að maðurinn eigi ekki í sambandi við meinta barnsmóður sína, heldur eigi hann í sambandi við íslenska konu. Einnig að faðernisviðurkenning muni fara fram í kjölfar fæðingar barnsins. Í rökstuðningnum segir ennfremur að maðurinn teljist ekki í lögmætri dvöl á Íslandi. Þegar hann sótti um hæli kom margsinnis fram að unnusta hans byggi í Kanada, hann hefði verið á leið þangað og sagði hann sjálfur að hann hefði engin sérstök tengsl við Ísland. Að mati ráðuneytisins hefur sú staðreynd ekki breyst. Lögmaður mannsins bað um frestun á að senda manninn úr landi til að bera málið undir dómsstóla. Frestunin er byggð á grundvelli ófædda barnsins en einnig að maðurinn sé í sambandi við íslenska konu, sé heilsuveill og hafi stöðu grunaðs manns vegna tveggja mála á Suðurnesjunum og vilji hann hreinsa nafn sitt. Þar að auki að maðurinn hafi í hyggju að höfða mál til ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á endurupptöku málsins segir að skilyrði fjölskyldusameiningar sé ekki uppfyllt þrátt fyrir samband mannsins við íslenskan ríkisborgara og möguleika á að hann sé faðir barnsins. Þá njóti hælisleitendur í Sviss viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi kærandi upplýst að hann hafi ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglu vegna málanna á Suðurnesjum og því sé engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra. Ráðuneytið tekur einnig fram að það telji ekki ástæðu til að líta svo á að flutningur mannsins til Sviss leiði til þess að hann fái ekki úrlausn um ógildingarkröfu sína fyrir dómstólum. Hægt sé að fjalla um málið án þess að kærandi sé staddur á landinu.
Hælisleitendur Lekamálið Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sjá meira