Sakar lögregluna um valdníðslu við lokun VIP-Club Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2013 11:40 "Ef lögreglustjóranum mislíkar eitthvað mætir lögreglan bara á staðinn og lokar, maður spyr sig hvað mislíkar lögreglustjóranum næst?Trekk í trekk er farið með mál þar sem lögreglan hefur misbeitt valdi sínu fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur. mynd/Daníel Rúnarsson Allar fréttir um að það fari fram vændissala inn á VIP-Club eru rangar“, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður staðarins. Eins og fram hefur komið á Vísi var kampavínsklúbbnum VIP-Club lokað á föstudag, meðal annars vegna útrunninna leyfa. Þegar 20 manna lögreglulið mætti á staðinn var kallað í Vilhjálm sem segir að strax hafi verið orðið við óskum lögreglunnar að loka staðnum. Hann segir að dónaskapurinn og yfirgangurinn í lögregluliðinu hafi verið yfirgengilegur. Vilhjálmur segir að staðurinn hafi sótt um rekstrarleyfi í júní á þessu ári. Jákvæðar umsagnir hafi komið frá öllum en lögreglan hafi þrátt fyrir það, einhverra hluta vegna, ákveðið að gefa bara út bráðabirgðaleyfi. Lögreglan sendi málið meðal annars aftur til umsagnar hjá borgarráði, sem er einn umsagnaraðilanna, aftur var umsögn borgarráðs jákvæð. VIP-Club hefur tvisvar sinnum fengið endurnýjun á bráðabirgðaleyfinu og síðasta leyfið rann út 2. nóvember. Vilhjálmur segir að þeir hafi búist við því að leyfið yrði endurnýjað. Hins vegar hafi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt eigendum staðarins á hádegi föstudagsins 1. nóvember að VIP-Club yrði synjað um rekstrarleyfi og að bráðabirgðaleyfi yrði ekki endurnýjað. „Það sér hver heilvita maður hvers konar stjórnsýsla þetta er. Allt í einu lá svakalega mikið á að loka staðnum. Eigendurnir fengu fjórar klukkustundir til að bregðast við og reyna að fá þessari ákvörðun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hnekkt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að 14 dögum síðar hafi Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytið fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Í úrskurði ráðuneytisins segir að í ljósi þess að bráðabirgðaleyfi VIP-Club hafi verið endurnýjað í tvígang verði að teljast óeðlilegt af hálfu lögreglunnar að veita ekki áframhaldandi leyfi. VIP-Club hafi fengið afar skamman tíma til þess að bregðast við synjun um framlengingu.Þarf að koma á innra eftirliti innan lögreglunnar Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ítrekað komið á VIP-Club á kvöldin og aldrei hafi komið nokkuð upp úr þeim ferðum. Skatturinn hafi einnig mætt og Samtök atvinnulífsins mættu til að kanna aðstæður starfsmanna. Ekkert hafi heldur komið út úr þeim ferðum. Hann segir að allir þessir aðilar séu velkomnir hvenær sem er, enda sé öll starfsemin fyrir opnum tjöldum. Hann segir þessar aðgerðir lögreglu, bæði við lokun staðarins á föstudaginn var og þegar hún tók þá ákvörðun að endurnýja ekki leyfið í byrjun nóvember, dæmi um valdníðslu. Þetta sýni fram á að nauðsynlegt sé að koma á einhverskonar innra eftirliti innan lögreglunnar á Íslandi sem fylgist með misnotkun á meðferð lögregluvalds. „Ef lögreglustjóranum mislíkar eitthvað mætir lögreglan bara á staðinn og lokar, maður spyr sig hvað mislíkar lögreglustjóranum næst? Trekk í trekk er farið með mál þar sem lögreglan hefur misbeitt valdi sínu fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að þrátt fyrir að aðgerðirnar séu síðan dæmdar ólögmætar og aðilum dæmdar skaðabætur, sé enginn innan lögreglunnar látinn sæta ábyrgð. „Lögreglustjórinn sjálfur þarf aldrei að borga bætur, vegna þessara vinnubragða sinna. Honum er nokkuð sama enda sætir hvorki hann né starfslið hans skaðabóta- né refsiábyrgð.“ „Menn geta sagt að þetta sé svona eða hinsegin staður, en menn verða að hafa í huga að mannréttindi gilda fyrir alla. Það hefur ekki komið neitt í ljós um að þarna fari fram ólögleg starfsemi, þrátt fyrir ítrekaðar könnunarferðir eftirlitsaðila inn á staðinn. Það er Alþingis að ákveða hvaða starfsemi er lögleg,“ segir Vilhjálmur. Hinsegin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Allar fréttir um að það fari fram vændissala inn á VIP-Club eru rangar“, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður staðarins. Eins og fram hefur komið á Vísi var kampavínsklúbbnum VIP-Club lokað á föstudag, meðal annars vegna útrunninna leyfa. Þegar 20 manna lögreglulið mætti á staðinn var kallað í Vilhjálm sem segir að strax hafi verið orðið við óskum lögreglunnar að loka staðnum. Hann segir að dónaskapurinn og yfirgangurinn í lögregluliðinu hafi verið yfirgengilegur. Vilhjálmur segir að staðurinn hafi sótt um rekstrarleyfi í júní á þessu ári. Jákvæðar umsagnir hafi komið frá öllum en lögreglan hafi þrátt fyrir það, einhverra hluta vegna, ákveðið að gefa bara út bráðabirgðaleyfi. Lögreglan sendi málið meðal annars aftur til umsagnar hjá borgarráði, sem er einn umsagnaraðilanna, aftur var umsögn borgarráðs jákvæð. VIP-Club hefur tvisvar sinnum fengið endurnýjun á bráðabirgðaleyfinu og síðasta leyfið rann út 2. nóvember. Vilhjálmur segir að þeir hafi búist við því að leyfið yrði endurnýjað. Hins vegar hafi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt eigendum staðarins á hádegi föstudagsins 1. nóvember að VIP-Club yrði synjað um rekstrarleyfi og að bráðabirgðaleyfi yrði ekki endurnýjað. „Það sér hver heilvita maður hvers konar stjórnsýsla þetta er. Allt í einu lá svakalega mikið á að loka staðnum. Eigendurnir fengu fjórar klukkustundir til að bregðast við og reyna að fá þessari ákvörðun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hnekkt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að 14 dögum síðar hafi Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytið fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Í úrskurði ráðuneytisins segir að í ljósi þess að bráðabirgðaleyfi VIP-Club hafi verið endurnýjað í tvígang verði að teljast óeðlilegt af hálfu lögreglunnar að veita ekki áframhaldandi leyfi. VIP-Club hafi fengið afar skamman tíma til þess að bregðast við synjun um framlengingu.Þarf að koma á innra eftirliti innan lögreglunnar Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ítrekað komið á VIP-Club á kvöldin og aldrei hafi komið nokkuð upp úr þeim ferðum. Skatturinn hafi einnig mætt og Samtök atvinnulífsins mættu til að kanna aðstæður starfsmanna. Ekkert hafi heldur komið út úr þeim ferðum. Hann segir að allir þessir aðilar séu velkomnir hvenær sem er, enda sé öll starfsemin fyrir opnum tjöldum. Hann segir þessar aðgerðir lögreglu, bæði við lokun staðarins á föstudaginn var og þegar hún tók þá ákvörðun að endurnýja ekki leyfið í byrjun nóvember, dæmi um valdníðslu. Þetta sýni fram á að nauðsynlegt sé að koma á einhverskonar innra eftirliti innan lögreglunnar á Íslandi sem fylgist með misnotkun á meðferð lögregluvalds. „Ef lögreglustjóranum mislíkar eitthvað mætir lögreglan bara á staðinn og lokar, maður spyr sig hvað mislíkar lögreglustjóranum næst? Trekk í trekk er farið með mál þar sem lögreglan hefur misbeitt valdi sínu fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að þrátt fyrir að aðgerðirnar séu síðan dæmdar ólögmætar og aðilum dæmdar skaðabætur, sé enginn innan lögreglunnar látinn sæta ábyrgð. „Lögreglustjórinn sjálfur þarf aldrei að borga bætur, vegna þessara vinnubragða sinna. Honum er nokkuð sama enda sætir hvorki hann né starfslið hans skaðabóta- né refsiábyrgð.“ „Menn geta sagt að þetta sé svona eða hinsegin staður, en menn verða að hafa í huga að mannréttindi gilda fyrir alla. Það hefur ekki komið neitt í ljós um að þarna fari fram ólögleg starfsemi, þrátt fyrir ítrekaðar könnunarferðir eftirlitsaðila inn á staðinn. Það er Alþingis að ákveða hvaða starfsemi er lögleg,“ segir Vilhjálmur.
Hinsegin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira