Síðasta rjúpnahelgin framundan Karl Lúðvíksson skrifar 14. nóvember 2013 09:12 Næsta helgi er síðasta helgin þar sem rjúpnaveiði verður leyfð og það verður að segjast eins og er að veðrið mun klárlega að gera veiðimönnum erfitt fyrir. Föstudagurinn virðist vera heldur leiðinlegur víðast hvar en það er helst að norðausturhornið sleppi. Á laugardag er hluti af vestur- og svo austurlandi laus við él sem eiga að ganga yfir landið. Sunnudagurinn verður síðan líklega með skárra móti á norðurlandi svo það má reikna með því að þeir sem eiga eftir að ná í jólamatinn leggji land undir fót í leit að rjúpu. Veiðin hefur annars verið frekar slö þrátt fyrir að víða sjáist mikið af fugli. Sögur af aflabrögðum ganga mann fram af manni og erfitt er oft að sannreyna trúverðugleika þeirra. Veiðivísir hefur þó heyrt best af 128 rjúpna veiði hjá hóp veiðimanna í opnun og um 60 rjúpur hjá fimm mönnum um síðustu helgi. Flestir veiðimenn virðast skjóta 6-12 rjúpur og hætta þá veiðum því þá er jólamaturinn kominn en auðvitað eru fjölskyldurnar misstórar svo sumir þurfa meira en aðrir. Magnveiðin sem þekktist hér fyrir nokkrum árum virðist sem betur fer heyra sögunni til. Rjúpnastofninn er að stíga hægt upp úr lægð og má reikna með að næsti toppur í stofnstærð verði eftir 7-8 ár. Það sem helst hamlar því að stofninn stækki, að mati veiðimanna, er gífurleg fjölgun refs á landinu öllu. Ágætur veiðimaður sem hefur lagt út fyrir ref á Skagaheiðinni í haust er búinn að ná 50 tófum og það virðist ekki sjá högg á vatni! Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði 17 laxar úr Víðidalsá í gær Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði
Næsta helgi er síðasta helgin þar sem rjúpnaveiði verður leyfð og það verður að segjast eins og er að veðrið mun klárlega að gera veiðimönnum erfitt fyrir. Föstudagurinn virðist vera heldur leiðinlegur víðast hvar en það er helst að norðausturhornið sleppi. Á laugardag er hluti af vestur- og svo austurlandi laus við él sem eiga að ganga yfir landið. Sunnudagurinn verður síðan líklega með skárra móti á norðurlandi svo það má reikna með því að þeir sem eiga eftir að ná í jólamatinn leggji land undir fót í leit að rjúpu. Veiðin hefur annars verið frekar slö þrátt fyrir að víða sjáist mikið af fugli. Sögur af aflabrögðum ganga mann fram af manni og erfitt er oft að sannreyna trúverðugleika þeirra. Veiðivísir hefur þó heyrt best af 128 rjúpna veiði hjá hóp veiðimanna í opnun og um 60 rjúpur hjá fimm mönnum um síðustu helgi. Flestir veiðimenn virðast skjóta 6-12 rjúpur og hætta þá veiðum því þá er jólamaturinn kominn en auðvitað eru fjölskyldurnar misstórar svo sumir þurfa meira en aðrir. Magnveiðin sem þekktist hér fyrir nokkrum árum virðist sem betur fer heyra sögunni til. Rjúpnastofninn er að stíga hægt upp úr lægð og má reikna með að næsti toppur í stofnstærð verði eftir 7-8 ár. Það sem helst hamlar því að stofninn stækki, að mati veiðimanna, er gífurleg fjölgun refs á landinu öllu. Ágætur veiðimaður sem hefur lagt út fyrir ref á Skagaheiðinni í haust er búinn að ná 50 tófum og það virðist ekki sjá högg á vatni!
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði 17 laxar úr Víðidalsá í gær Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði