Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 10:40 Myndir / vilhelm Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Alls voru þrír svínshausar á lóðinni og nokkrir svínaskankar. Félag múslima fékk lóðina við Sogamýri afhenta og samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að moska rísi þar. „Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, í samtali við Vísi. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður.“Hér má sjá fésbókarsíðu hóps sem mótmælir byggingar moskunnar á Íslandi en á síðunni segir; „Það er öryggismál, að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín innan veggja moskunnar.“Í ágúst síðastliðnum voru sett inn á spjallborð á heimasíðu nýnasista skilaboð þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Um miðjan september sagði Sverrir í samtali við Vísi að hann reiknaði með að fyrsta skóflustungan yrði tekinn í vor. Það fari eftir því hvað komi úr samkeppni um hönnun á húsinu. Þá sagði hann að leitað yrði til einkaaðila eftir fjármögnun. „Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," sagði Sverrir í samtali við Vísi í september.Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um byggingu mosku í Sogamýrinni frá því í sumar. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Alls voru þrír svínshausar á lóðinni og nokkrir svínaskankar. Félag múslima fékk lóðina við Sogamýri afhenta og samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að moska rísi þar. „Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, í samtali við Vísi. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður.“Hér má sjá fésbókarsíðu hóps sem mótmælir byggingar moskunnar á Íslandi en á síðunni segir; „Það er öryggismál, að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín innan veggja moskunnar.“Í ágúst síðastliðnum voru sett inn á spjallborð á heimasíðu nýnasista skilaboð þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Um miðjan september sagði Sverrir í samtali við Vísi að hann reiknaði með að fyrsta skóflustungan yrði tekinn í vor. Það fari eftir því hvað komi úr samkeppni um hönnun á húsinu. Þá sagði hann að leitað yrði til einkaaðila eftir fjármögnun. „Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," sagði Sverrir í samtali við Vísi í september.Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um byggingu mosku í Sogamýrinni frá því í sumar.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira