Handbolti

Mikilvægur sigur hjá Erlingi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erlingur er hér til vinstri.
Erlingur er hér til vinstri. Mynd/Vilhelm
Erlingur Richardson og lærisveinar hans í austurríska félaginu Westwien unnu í dag nauman en mikilvægan sigur á Fivers Margareten í kvöld, 30-28.

Margareten hefði komist á topp deildarinnar með sigri í kvöld en varð að játa sig sigrað á heimavelli eftir að hafa verið með þriggja marka forystu í hálfleik, 16-13.

Westwien er svo í þriðja sæti deildarinnar með nítján stig, einu stigi á eftir Fivers. Alpla Hard er á toppnum með 21 stig eftir þrettán umferðir.

Hornamaðurinn Konny Wilczynski, fyrrum leikmaður Füchse Berlin, skoraði níu mörk í kvöld og var markahæstur. Vyatautas Ziura, annar austurrískur landsliðsmaður, skoraði níu mörk fyrir Margareten.

Westwien hefur verið á góðu skriði að undanförnu og aðeins tapað einu stigi í síðustu átta deildarleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×