„Mitt að sýna þjálfaranum að ég eigi heima í landsliðinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2013 16:00 Arna Sif, þriðja frá hægri í fremri röð, fagnar Íslandsmeistaratitlinum haustið 2012. Mynd/Auðunn Níelsson „Eins mikið og ég elska allt hér fyrir norðan og þetta lið þá leitar hugurinn klárlega út,“ segir knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif, sem er fyrirliði Þórs/KA í Pepsi-deildinni, situr fyrir svörum hjá Norðursport.net. Arna Sif, sem lyfti Íslandsmeistaratitlinum haustið 2012, segir liðið ekki hafa náð markmiðum sínum í ár. „Við eigum ofsalega mikið inni. Við náðum ekki okkar markmiðum í ár og við ætlum ekki að láta það gerast aftur. Stefnan er alltaf sett á toppinn og við söknum Íslandsmeistarabikarsins mikið. Hann þarf að koma heim í Hamar aftur á næsta ári.“ Arna Sif hefur verið í byrjunarliði meistaraflokks Þórs/KA frá 14 ára aldri. Ári fyrr mætti hún á sína fyrstu æfingu með meistaraflokki. „Það fer eingöngu eftir leikmanninum, þroska hans líkamlega og ekki síður andlega, hvort hann sé tilbúinn að byrja að spila svo ungur,“ segir Arna Sif. Stundum mæti þó stelpur of snemma í meistaraflokk og séu einfaldlega ekki búnar að taka út þann líkamlega og andlega þroska sem þurfi. „Þær ráða ekki við breytinguna enda er þetta mun meira líkamlegt og andlegt álag en í yngri flokkum. Þá eiga þær hættu á að týnast. Stundum er bara best að leyfa þeim leikmönnum og vaxa og þroskast með sínum flokkum og gefa þeim tíma. Ekkert er að því að æfa að hluta til með meistaraflokki en fá að blómstra í sínum flokki og jafnvel flokki fyrir ofan hann.“ Arna Sif stefnir á atvinnumennsku og sömuleiðis á sæti í íslenska landsliðinu. „Vonandi er bara tímaspursmál hvenær ég fæ alvöru séns. Þetta er ákvöðrun þjálfarans og það er mitt að sýna honum að ég eigi að vera þarna. Ég geri bara mitt besta í því.“ Viðtalið í heild sinni má sjá á Norðursport.net. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
„Eins mikið og ég elska allt hér fyrir norðan og þetta lið þá leitar hugurinn klárlega út,“ segir knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif, sem er fyrirliði Þórs/KA í Pepsi-deildinni, situr fyrir svörum hjá Norðursport.net. Arna Sif, sem lyfti Íslandsmeistaratitlinum haustið 2012, segir liðið ekki hafa náð markmiðum sínum í ár. „Við eigum ofsalega mikið inni. Við náðum ekki okkar markmiðum í ár og við ætlum ekki að láta það gerast aftur. Stefnan er alltaf sett á toppinn og við söknum Íslandsmeistarabikarsins mikið. Hann þarf að koma heim í Hamar aftur á næsta ári.“ Arna Sif hefur verið í byrjunarliði meistaraflokks Þórs/KA frá 14 ára aldri. Ári fyrr mætti hún á sína fyrstu æfingu með meistaraflokki. „Það fer eingöngu eftir leikmanninum, þroska hans líkamlega og ekki síður andlega, hvort hann sé tilbúinn að byrja að spila svo ungur,“ segir Arna Sif. Stundum mæti þó stelpur of snemma í meistaraflokk og séu einfaldlega ekki búnar að taka út þann líkamlega og andlega þroska sem þurfi. „Þær ráða ekki við breytinguna enda er þetta mun meira líkamlegt og andlegt álag en í yngri flokkum. Þá eiga þær hættu á að týnast. Stundum er bara best að leyfa þeim leikmönnum og vaxa og þroskast með sínum flokkum og gefa þeim tíma. Ekkert er að því að æfa að hluta til með meistaraflokki en fá að blómstra í sínum flokki og jafnvel flokki fyrir ofan hann.“ Arna Sif stefnir á atvinnumennsku og sömuleiðis á sæti í íslenska landsliðinu. „Vonandi er bara tímaspursmál hvenær ég fæ alvöru séns. Þetta er ákvöðrun þjálfarans og það er mitt að sýna honum að ég eigi að vera þarna. Ég geri bara mitt besta í því.“ Viðtalið í heild sinni má sjá á Norðursport.net.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn