Golf

Haukur Örn nýr forseti GSÍ

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Haukur Örn Birgisson.
Haukur Örn Birgisson.
Haukur Örn Birgisson var á laugardag kjörinn forseti Golfsambands Íslands. Golfþing GSÍ fór fram um helgina. Haukur Örn hafði betur í kosningu við Margeir Vilhjálmsson.

Haukur hlaut 120 atkvæði en Margeir 29 atkvæði. Eitt atkvæði var autt og eitt ógilt. Þetta er í fyrsta sinn sem kosið er á milli tveggja frambjóðenda í embættið.

Jón Ásgeir Eyjólfsson hefur verið forseti GSÍ undanfarin átta ár en sóttist ekki eftir endurkjöri. Haukur Örn er 35 ára gamall og starfar sem hæstaréttarlögmaður hjá Lögfræðistofu Íslands. Hann hefur setið í stjórn GSÍ undanfarin ár og verið varaforseti sambandsins á síðustu árum. Haukur er jafnframt yngsti forseti í sögu Golfsambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×