Handbolti

Hans Lindberg fékk rautt spjald í tapi á móti Ólafi og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Lindberg fær hér rauða spjaldið.
Hans Lindberg fær hér rauða spjaldið. Mynd/NordicPhotos/Getty
SG Flensburg-Handewitt vann þriggja marka sigur í þýskum slag á móti HSV Hamburg, 27-24, í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld en þetta var uppgjör tveggja efstu liðanna í D-riðlinum. Flensburg náði toppsætinu af HSV með þessum sigri.

Flensburg hefur náð í 11 stig af 14 mögulegum en HSV Hamburg er með tíu stig. Danska liðið Aalborg er síðan í þriðja sæti riðilsins með sex stig.

HSV var 13-11 yfir í hálfleik en Flensburg tryggði sér sigurinn með því að vinna seinni hálfleikinn með fimm marka mun, 16-11.

Danski hornamaðurinn Anders Eggert var markahæstur hjá Flensburg með níu mörk og Steffen Weinhold skoraði sex mörk. Ólafur Gústafsson komst ekki á blað.

Petar Djordjic var markahæstur hjá HSV með átta mörk en Daninn með íslensku foreldrana, Hans Lindberg, skoraði fjögur mörk áður en hann var rekinn af velli með rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×