Handbolti

Strákarnir hans Erlings í Westwien á góðu skriði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erlingur Birgir Richardsson fagnar titli með HK.
Erlingur Birgir Richardsson fagnar titli með HK. Mynd/Vilhelm
Lærisveinar Erlings Birgis Richardssonar í SG Westwien unnu öruggan sjö marka sigur á SC Ferlach, 30-23, í kvöld í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta. Westwien hefur aðeins tapað einu stigi í síðustu sjö deildarleikjum sínum.

Þetta var sjötti sigur Westwien-liðsins í síðustu sjö leikjum en liðið gerði jafntefli á útivelli á móti lærisveinum Geirs Sveinssonar í HC Bregenz um síðustu helgi.

Konrad Wilczynski var markahæstur hjá Vínar-liðinu með sjö mörk en þeir Markus Wagesreiter, Sebastian Frimmel og Oray Sahin voru allir með fjögur mörk. Westwien var 16-8 yfir í hálfleik.

Westwien byrjaði ekki vel undir stjórn Erlings og tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum síðan. Nú er liðið í góðum gír, sigurinn í kvöld kom Westwien upp í 4. sæti deildarinnar auk þess að eiga leik inni á Bregenz sem eru einu stigi á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×