Hægt er að kanna hvort upplýsingar um þig hafi fundist í gögnum sem stolið var af Vodafone.
Síðuna má finna hér.
Benedikt Valdez Stefánsson, Kristján Ingi Mikaelsson og Ólafur Örn Nielsen settu saman síðu þar sem hægt er að fletta upp upplýsingum eftir kennitölu, símanúmeri eða netfangi.
Einungis er hægt að kanna hvort persónurekjanleg gögn séu meðal þeirra sem stolið var en gögnin sjálf eru ekki birt.
Síðan tengist Vodafone ekki á neinn hátt.
