Handbolti

Stelpurnar hans Þóris fóru létt með Argentínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórir Hergeirsson á hliðalínunni í Serbíu.
Þórir Hergeirsson á hliðalínunni í Serbíu. Nordicphotos/AFP
Norska kvennalandsliðið í handknattleik vann nítján marka sigur á Argentínu í annarri umferð riðlakeppni HM í Serbíu í kvöld.

Heil umferð fór fram í C-riðli og D-riðli mótsins í dag og í kvöld. Norska liðið lenti undir í fyrri hálfleik 6-4 en snéri leiknum sér í hag á örskotsstundu og unnu 37-18 sigur. Liðið fylgdi eftir tveggja marka sigri sínum á Spánverjum á laugardag.

Þjóðverjar unnu fimm marka sigur á Tékkum 37-32 og Spánverjar kláruðu Pólverja 26-20. Hér að neðan má sjá úrslitdagsins í riðlunum tveimur.

C-riðill

Paragvæ 12-37 Angóla

Spánn 26-20 Pólland

Argentína 18-37 Noregur

D-riðill

Túnis 24-26 Ungverjaland

Tékkland 32-37 Þýskaland

Ástralía 13-32 Rúmenía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×