Handbolti

Evrópumeistararnir unnu fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katarina Bulatovic var markahæst hjá Svartfjallalandi.
Katarina Bulatovic var markahæst hjá Svartfjallalandi. Mynd/NordicPhotos/Getty
Evrópumeistarar Svartfjallalands unnu tveggja marka sigur á Suður-Kóreu, 24-22, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta kvenna í Serbíu. Það líka búist við miklu af liði Ungverjalands sem vann átta marka sigur á Tékkum í fyrsta leik, 35-27.

Suður-Kórea komst í 6-3 á móti Evrópumeisturunum í leik liðanna í A-riðli en staðan var 11-11 í hálfleik. Svartfjallaland vann síðustu fjórar mínúturnar 3-1 og tryggði sér sigurinn.

Katarina Bulatovic skoraði sjö mörk fyrir Svartfellinga og Milena Kneževic var með sex mörk. Woo Sun-Hee skoraði átta mörk fyrir Suður-Kóreu.

Anita Görbicz skoraði 9 mörk í 35-27 sigri Ungverja á Tékkum í D-riðli en unvgerska liðið var 17-11 yfir í hálfleik. Bernadett Bognár-Bódivar næstmarkahæst hjá Ungverjalandi með sex mörk.

Leikur Noregs og Spánar í C-riðli verður sýndir beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:05 í kvöld en Íslendingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar norska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×