Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2013 18:24 mynd/365 „Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley og varð síðar einn þekktasti uppljóstrari samtímans. Samskiptin voru birt á vefsíðu Wired.com í gær og eru hluti af málsgögnum bandaríska hersins í málarekstri á hendur Manning. Samtölin áttu sér stað á tímabilinu 5. mars til 18. mars 2010 en þá var Assange einmitt staddur hér á landi. Manning spyr Assange hvort eitthvað gagnlegt sé að finna á hljóðupptökunum og Assange svarar að hann hafi manneskju til þess að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Þau ræða málið svo sín á milli og Assange minnist aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi. Manning svarar með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Hér má lesa umrædd samskipti Assange og Manning en þar kemur meðal annars fram að Assange grunaði að fylgst væri með honum hér á landi. Assange sagðist hafa staðfestar upplýsingar um að svo væri. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Þá ræða þeir einnig um heimildarmann Assange sem á að hafa afhent honum tíu gígabæt af íslenskum bankaupplýsingum. Ekki er ljóst um hvaða upplýsingar ræðir en fram kemur að heimildarmanninum voru boðnar fimmtán milljónir króna til að hafa hægt um sig. Hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa verið handtekinn ef marka má orð Assange. Hér að neðan má sjá skjátskot af samtalinu þegar Alþingi okkar Íslendinga kemur til tals. WikiLeaks Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
„Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley og varð síðar einn þekktasti uppljóstrari samtímans. Samskiptin voru birt á vefsíðu Wired.com í gær og eru hluti af málsgögnum bandaríska hersins í málarekstri á hendur Manning. Samtölin áttu sér stað á tímabilinu 5. mars til 18. mars 2010 en þá var Assange einmitt staddur hér á landi. Manning spyr Assange hvort eitthvað gagnlegt sé að finna á hljóðupptökunum og Assange svarar að hann hafi manneskju til þess að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Þau ræða málið svo sín á milli og Assange minnist aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi. Manning svarar með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Hér má lesa umrædd samskipti Assange og Manning en þar kemur meðal annars fram að Assange grunaði að fylgst væri með honum hér á landi. Assange sagðist hafa staðfestar upplýsingar um að svo væri. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Þá ræða þeir einnig um heimildarmann Assange sem á að hafa afhent honum tíu gígabæt af íslenskum bankaupplýsingum. Ekki er ljóst um hvaða upplýsingar ræðir en fram kemur að heimildarmanninum voru boðnar fimmtán milljónir króna til að hafa hægt um sig. Hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa verið handtekinn ef marka má orð Assange. Hér að neðan má sjá skjátskot af samtalinu þegar Alþingi okkar Íslendinga kemur til tals.
WikiLeaks Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent