Blóðslóð og haglabyssuför mæta íbúum í stigahúsinu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2013 18:45 Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. Kona sem fylgdist með skotbardaganum segir ekki hægt að álasa lögreglunni um hvernig fór. Lögregluvörður er við húsið allan sólarhringinn. Rannsókn hins hörmulega atburðar er haldið áfram og sérfræðingar lögreglu sjást hér klæða sig í hlífðarsloppa. Íbúum stigagangsins var leyft að snúa aftur heim til sín í gærkvöldi en svo virðist sem aðeins einn þeirra hafi nýtt sér það. Aðrir virðast hafa kosið að sofa annars staðar og er það vel skiljanlegt í ljósi aðkomunnar. Þegar við gengum upp stigana í dag gátum við rakið blóðslóðina.Lögreglumaður ljósmyndar forhlað úr haglabyssu á ganginum framan við íbúð skotmannsinsÞegar komið var upp á stigapallinn á annarri hæð blasti við okkur staðurinn þar sérsveitarmenn lögreglu urðu fyrir haglabyssuskotum, í fyrra skiptið snemma nætur lenti skot í skildi sérsveitarmanns sem kastaðst við það aftur og féll niður stigann. Þegar sérsveitarmenn reyndu svo síðar um nóttina að fara inn í íbúðina skaut byssumaðurinn að þeim nokkrum skotum, samkvæmt frásögn lögreglu, og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við. Í íbúðinni virtist allt vera á tjá og tundri og lögreglumaður sem við mynduðum notaði gasgrímu, þar sem ennþá voru leyfar í loftinu eftir gasið sem notað var til að reyna að yfirbuga manninn. Tæknideildarmenn lögreglu unnu þarna við að ljósmynda og skrá, sjá mátti á gólfinu leyfar af haglabyssuskotum, svokallað forhlað. Við sáum lögreglumann taka tvö slík upp og setja í poka.Lögreglumaður klæddist gasgrímu við rannsókn á íbúðinni í dag.Lýsingar nágranna á því sem gerðist um nóttina eru sláandi, eins og þegar skotmaðurinn var á svölunum. „Hann er að plamma á þá hérna og þeir eru að skýla sér bak við bílana,“ sagði Kristbjörg Jónsdóttir en sérsveitarmenn voru þá neðan við eldhúsgluggann hennar. Kristbjörg og Vigfús Ingvarsson, maður hennar, heyrðu líka í atganginum í stigaganginum. „Þegar var skotið á lögreglumanninn og hann rúllar niður tröppurnar. Við heyrum í járninu í handriðinu. Það eru alveg ofboðsleg læti.“ Átökunum lauk með því að lögreglan særði skotmanninn til ólífis. Spurð um framgöngu lögreglunnar og hvort þetta hefði þurfti að enda með þessum hætti svarar Kristbjörg: „Hvað átti hún að gera? Við heyrðum alveg hvað var í gangi. Hann skaut á lögreglumennina. Hvað gátu þeir gert annað? Ekkert, held ég.“ -Þannig að það er engin ástæða til að gagnrýna lögregluna? „Það finnst mér ekki. Alls ekki. Við sáum alveg í hvaða hættu þeir voru hér og heyrðum það líka. Þannig að ég get ekki sett neitt út á lögregluna.“ Vettvangsrannsókn er hvergi nærri lokið. Lögregla segir mikið verk óunnið og býst jafnvel við að hún geti staðið út þessa viku. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. Kona sem fylgdist með skotbardaganum segir ekki hægt að álasa lögreglunni um hvernig fór. Lögregluvörður er við húsið allan sólarhringinn. Rannsókn hins hörmulega atburðar er haldið áfram og sérfræðingar lögreglu sjást hér klæða sig í hlífðarsloppa. Íbúum stigagangsins var leyft að snúa aftur heim til sín í gærkvöldi en svo virðist sem aðeins einn þeirra hafi nýtt sér það. Aðrir virðast hafa kosið að sofa annars staðar og er það vel skiljanlegt í ljósi aðkomunnar. Þegar við gengum upp stigana í dag gátum við rakið blóðslóðina.Lögreglumaður ljósmyndar forhlað úr haglabyssu á ganginum framan við íbúð skotmannsinsÞegar komið var upp á stigapallinn á annarri hæð blasti við okkur staðurinn þar sérsveitarmenn lögreglu urðu fyrir haglabyssuskotum, í fyrra skiptið snemma nætur lenti skot í skildi sérsveitarmanns sem kastaðst við það aftur og féll niður stigann. Þegar sérsveitarmenn reyndu svo síðar um nóttina að fara inn í íbúðina skaut byssumaðurinn að þeim nokkrum skotum, samkvæmt frásögn lögreglu, og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við. Í íbúðinni virtist allt vera á tjá og tundri og lögreglumaður sem við mynduðum notaði gasgrímu, þar sem ennþá voru leyfar í loftinu eftir gasið sem notað var til að reyna að yfirbuga manninn. Tæknideildarmenn lögreglu unnu þarna við að ljósmynda og skrá, sjá mátti á gólfinu leyfar af haglabyssuskotum, svokallað forhlað. Við sáum lögreglumann taka tvö slík upp og setja í poka.Lögreglumaður klæddist gasgrímu við rannsókn á íbúðinni í dag.Lýsingar nágranna á því sem gerðist um nóttina eru sláandi, eins og þegar skotmaðurinn var á svölunum. „Hann er að plamma á þá hérna og þeir eru að skýla sér bak við bílana,“ sagði Kristbjörg Jónsdóttir en sérsveitarmenn voru þá neðan við eldhúsgluggann hennar. Kristbjörg og Vigfús Ingvarsson, maður hennar, heyrðu líka í atganginum í stigaganginum. „Þegar var skotið á lögreglumanninn og hann rúllar niður tröppurnar. Við heyrum í járninu í handriðinu. Það eru alveg ofboðsleg læti.“ Átökunum lauk með því að lögreglan særði skotmanninn til ólífis. Spurð um framgöngu lögreglunnar og hvort þetta hefði þurfti að enda með þessum hætti svarar Kristbjörg: „Hvað átti hún að gera? Við heyrðum alveg hvað var í gangi. Hann skaut á lögreglumennina. Hvað gátu þeir gert annað? Ekkert, held ég.“ -Þannig að það er engin ástæða til að gagnrýna lögregluna? „Það finnst mér ekki. Alls ekki. Við sáum alveg í hvaða hættu þeir voru hér og heyrðum það líka. Þannig að ég get ekki sett neitt út á lögregluna.“ Vettvangsrannsókn er hvergi nærri lokið. Lögregla segir mikið verk óunnið og býst jafnvel við að hún geti staðið út þessa viku.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira